Við munum öll....
Nú eru einhverjir sérfræðingar búnir að reikna það út að allur fiskur verði horfinn úr hafinu árið 2048. Ekki 2047. Eða 2049. Nei, sushi heyrir sögunni til árið 2048 þótt það fylgi ekki sögunni í hvaða mánuði! Ég get ímyndað mér að kjósendur Frjálslynda flokksins séu óhressir með þessa spá, því samkvæmt þeirra málflutningi átti kvótakerfið hans Halldórs að stúta lífríki hafsins og vistkerfi sólkerfisins á enn skemmri tíma. Sjálfur tek ég þessu með stóískri ró þar sem ég er fyrir löngu orðin bólusettur fyrir þessum bölmóðs og heimsendaspám sem virtustu vísindamenn í heimi demba í sífellu yfir okkur.
Ég lifði af súra regnið og kalda stríðið. Það er líklegra að ég fái hrossaexem heldur en fuglaflensu. Bílastæðavandinn í miðbænum olli mér meiri skakkaföllum en 2000 vandinn. Þágufallsýki er í dag alvalegri heilsufarsvandi á Íslandi en HABL lungnabólgan sem átti að strádrepa allt kvikt fyrir nokkrum misserum. Ég ætla því að leyfa mér að draga í efa að síðasta rækjan hrökkvi uppaf um miðja öldina.
Í gærkvöldi voru þau Sigga Klingenberg spákona og Eiríkur Norðdahl skáld í Kastljósi að ræða fréttir vikunnar. Eiríkur var með hattinn sinn fræga og Sigga var með eitthvað fjaðradót og jólaskraut sem danglaði frístæl uppá hausnum á henni. Skyndilega fannst mér reiðhjólahjálmurinn minn töff.
Ég lifði af súra regnið og kalda stríðið. Það er líklegra að ég fái hrossaexem heldur en fuglaflensu. Bílastæðavandinn í miðbænum olli mér meiri skakkaföllum en 2000 vandinn. Þágufallsýki er í dag alvalegri heilsufarsvandi á Íslandi en HABL lungnabólgan sem átti að strádrepa allt kvikt fyrir nokkrum misserum. Ég ætla því að leyfa mér að draga í efa að síðasta rækjan hrökkvi uppaf um miðja öldina.
Í gærkvöldi voru þau Sigga Klingenberg spákona og Eiríkur Norðdahl skáld í Kastljósi að ræða fréttir vikunnar. Eiríkur var með hattinn sinn fræga og Sigga var með eitthvað fjaðradót og jólaskraut sem danglaði frístæl uppá hausnum á henni. Skyndilega fannst mér reiðhjólahjálmurinn minn töff.
3 Comments:
Í alvöru. Mér fannst sú dökkklædda töff en Eiríkur eins og fífl. Við skulum ekki gleyma fuglaflensunni. Hún er ekki búin. Það er ástæða til að fylgjast með henni þó óþarfi að örvænta. Höldum lífinu áfram og njótum þess.
Þú vilt ef til vill taka að þér að skrifa íslensku útgáfuna af "The culture of fear"?
svona fjaðraskraut, er það ekki viss tegund af fuglaflensu?
Skrifa ummæli
<< Home