fimmtudagur

Ræktaður rasismi

Á Íslandi býr þjóð sem síðustu áratugi hefur sannfært sjálfa sig um að hér sé fallegasta náttúran, besti landbúnaðurinn, hreinasta loftið, fallegasta kvennfólkið og mesta gróskan. Á góðum stundum höfum við meira að segja sannfært okkur um að við séum fremri öðrum í fótbolta og Júróvisjón og við rennum ekki niður vatnssopa nema sú hugsun fylgi að hátveiroið okkar sé betra en hátverio í útlöndum. Það er búið að tala svo mikið um glæsileika þjóðarinnar, menntun hennar og mannauð að það er ekkert skrítið þótt útlendingarnir séu litnir hornauga af stórum hluta þjóðarinnar.

Hvað eru það annað en rasismi í Guðna Ágústssyni þegar hann segir að Íslenskur landbúnaður sé sá besti í heimi. Hefur hann smakkað paprikur, lambalærissneiðar og skólajógúrt frá öllum löndum í heiminum? Er eitthvað á bak við þessa grænmetisþjóðhyggju? Nei. Þetta eru alhæfingar, byggðar á fordómum og frösum. Guðni er gulrótarrasisti.

Hvað er það annað en rasismi þegar sumir náttúruverndarsinnar fullyrða án nokkurs fyrirvara að Ísland sé fallegra en önnur lönd. Hafa þeir skoðað öll önnur lönd? Alla firði í heimi, eyjar, eyðimerkur, sléttur, dali og fjöll. Nei. Þetta eru alhæfingar fólks sem einungis hefur séð brotabrotabrotabrot af veröldinni. Þetta eru orð náttúrurasista. Heimskuleg þjóðremba.

Hvað eru það annað en rasismi þegar fullyrt er að íslenskar konur séu fallegri en útlenskar konur, einsog oft heyrist. Hvernig er þetta mælt? Hefur einhver séð allar konur á Íslandi? Eða allar útlenskar konur í heiminum? Nei. Þetta eru alhæfingar um huglæga og ómælanlega hluti. Og alhæfingarnar byggja á þjóðerniskennd.

Þetta er nákvæmlega sama hugsun og að íslendingar almennt séu betri en annað fólk.

Íslendingar hafa í takmarkalausri minnimáttarkennd á síðustu áratugum ræktað í sér rasismann með belgingslegu tali um eigin yfirburði og ágæti. Hér hefur verið plægður svo frjór akur fyrir þjóðernishyggju að löngu áður en innflytjendamál eru orðin að rauverulegu vandamáli einsog í grannríkjunum, fær Frjálslyndi flokkurinn ótrúlega útkomu í skoðanankönnunum.

39 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jamm... Hér búa upp til hópa hálfvitar, eða amk er þjóðin 11% hálfvitar miðað við nýjustu niðurstöður kannanna.

12:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er hárfín lína sem er vandmeðfarin. En ekki má heldur kalla alla rasista þó að bent sé á vandamál eða hluti sem þarf að huga að. Þetta er mjög viðkvæmt mál. En ekki er hægt að kalla alla kynþáttahatara sem vekja umræður um þetta. Það er ekki Frjálslynda flokknum að kenna að hér leynast margir rasistar eins og í öllum öðrum löndum. Þetta má ekki verða feimnismál sem brýst út í annarri mynd og þá td sem ofbeldi tengt kynþáttafordómum. Þetta er líka svolítið spurning um að læra af reynslu annara þjóða. Við höfum alla möguleika á því núna. Við höfum svo að segja allar upplýsingar fyrir hendi og það má spyrja hvort ekki sé verið að sýna kynþáttafordóma með að narra fólk sem hefur kannski ekki mikið milli handana hingað og láta þau vinna á lúsarlaunum sem aðrir Íslendingar myndu ekki láta bjóða sér. Veita þeim engin réttindi, upplýsingar, kennslu og annað sem skiptir miklu máli. Er þettta ekki svolítið á ábyrgð sitjandi stjórnvalda að koma í veg fyrir að brotið sé svona á fólkinu sem kemur hingað? Ég held að alls staðar í heiminu sé ,,ræktaður rasismi" eins og Sigmar vill meina. Við erum ekki eina þjóðin í heiminum sem gefur út svona yfirlýsingar. Eða hefur bloggari kannski heyrt og séð mentalitet allra þjóða í heimi?

12:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er til betri útskýring á sveitamennsku/rasisma/heimsku landans heldur en Innlit/útlit? Alla vega er Monopoly búin að henda út ógeðslega parketinu af öllum 120 fermetrunum í Monopolybæ, annars gæti einhver haldið að hún sé bara plebbi eins og úthverfapakkið í Breiðholtinu, og hverjir búa þar!!!

1:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bý í Danmörku og ég held bara að íslendingar eigi ekkert fallegasta kvenfólk í heimi. Dönsku stelpurnar eru líka ansi fínar. En eitt megum við eiga það er að við eigum bestu hamborgarabúllu Tómasar í heimi

2:40 e.h.  
Blogger Naglinn said...

Heyr heyr! Fordómar byggja jú á fáfræði en við Íslendingar höfum alist upp við að hver einasti kjaftur í bekknum í grunnskóla var hvítur sem nár. Framandi menning var lengi vel pakkaferðir með Úrval-Útsýn til Mallorca. Sem betur fer eru hlutirnir að breytast og margir sem hafa dvalist erlendis um tíma og kynnst þar fjölmenningarlegu samfélagi. Það er hins vegar leiðinlegt að sjá það svart á hvítu að heil 11% þjóðarinnar er með "Ísland, bezt í heimi" tattú.

2:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Íslendingar eru heimskastir í heimi!
En að öllu gamni slepptu held ég að þessi uppákoma sé mjög þörf og hreyfir við okkur. Loks verður kannski farið að tala um þessi mál af e-i alvöru; hvernig og á hvaða hátt viljum við og getum opnað íslenskt samfélag fyrir innflytjendum?

2:58 e.h.  
Blogger Einhver said...

Samfélagið er opið, það á bara eftir að vinna almennilega að því að nýbúar samlagist íslensku þjóðfélagi en endi ekki í einangrun eigin tungu og hátta.
Hvað varðar þessa umræðu um rasisma og trú þá virðist þetta vera mest í nösunum á fólki sem hefur það að íþrótt að vorkenna "grey gula fólkinu og múslimunum" og sýnir því aðra tegund af rasisma um leið með því að hlutgera það sem ósjálfbjarga aumingjans fólk.

3:16 e.h.  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

ARG GÍSLI! Hættu þessu bulli, ég verð brjáluð þegar ég heyri talað um að "nýbúar verði að aðlagast/samlagast íslensku samfélagi". Hætta að tala hrognamálin sín og læra að borða svið og taka lýsi? Hvernig væri að við færum að laga helvítis okkur að fjölþjóða- og fjölmenningarsamfélaginu sem við erum orðin að? Svo byggir allur þessi málflutningur á þeirri gefnu bull-forsendu að hingað sé stanslaus straumur fólks og að því fólki fylgi gríðarlega hækkuð glæpatíðni. Við fáum ekki að selja okkar eigið dóp eða nauðga okkar eigin konum lengur! Buhu!

3:27 e.h.  
Blogger Hildigunnur said...

nei, bora, þarna er ég ekki sammála. Auðvitað á maður (upp að vissu marki) að aðlagast því þjóðfélagi sem maður flytur til. Þegar við hér á bæ fórum í nám til Danmerkur leigðum við hjá Dönum, ég fór í danskan kór, maðurinn minn sóttist eftir að vinna verkefni með dönskum skólafélögum og við forðuðumst að einangra okkur í einhverjum Íslendinganýlendum. Það er enginn að tala um að fólk eigi algerlega að tapa sínum sérkennum og máli en það kann ekki góðri lukku að stýra að loka sig af, læra ekki málið sem talað er í kring um mann, læra ekki á siði og venjur.

Auðvitað eigum við svo líka að opna hugann og þjóðfélagið fyrir alþjóðlegum straumum. En það verður að virka í báðar áttir.

3:42 e.h.  
Blogger Einhver said...

Rassabora þú ert að lesa eitthvað milli línana hjá mér sem er ekki þarna, færir orðin út í öfgar. Ég nefni að fólk ætti að aðlagast, þú talar um hálfgerða menningarútstrokun!

4:37 e.h.  
Blogger Margrétarblogg said...

Það er gott að fara til útlanda og þiggja þar menntun og aðra þjónustu. Læra af öðrum og koma svo heim og skila því til baka.

Það vill oft vera svo að þegar við þurfum á útlendingum að halda eru þeir frábærir.
Svo þegar við þurfum ekki lengur á þeim að halda eða að við þurfum að rífa okkur upp og gera eitthvað fyrir þá. ÞÁ eru þeir fyrir okkur.
Við viljum sækja aðra heim en erum ekki alltaf eins örlát á að fá þá til okkar í okkar sveit. Þeir mega búa í annarra manna sveit en ekki okkar.

Þessi umræða um innflytjendamál er löngu orðin tímabundin en fólk verður að passa sig á meðvirkninni. Að oftúlka ekki og geta talað um málin með staðreyndir í huga, ekki tilfinningahita.

Ég skammast mín mest þegar ég heyri um að gestum okkar sé troðið saman í "ógeðslegt" húsnæði (miklu ógeðslegra en hjá Ásg. Kolbrúnum), það sé illa farið með þá og ekki síst þegar að það fær ekki nýtt starfsréttindi sín á Íslandi af því að þeirra menntun sé svona eða hinsegin og það þarf að vinna vinnu sem borgar minna en að það gæti fengið.

Þetta er alveg ótrúlega áhugaverð staða sem að við erum í og það væri kannski árangursríkara að reyna að tala um það á uppbyggilegum nótum.

Ég hef í það minnsta grætt mikla þekkingu á samskiptum mínum við erlendar þjóðir, bæði hér heima og erlendis. Maður verður að þiggja og gefa til skiptis.
Takk fyrir skemmtilegt blogg.

5:19 e.h.  
Blogger DonPedro said...

Sigmar, ég er þér hjartanlega sammála. OG mun engu við bæta.

6:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyr, heyr!

7:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst bara ömurlegt að fólk geti ekki sagt sínar skoðanir á málum útlendinga án þess að það sé stimplað sem rasistar. Fólk hefur skoðanir á þessu eins og öðru en þorir ekki að segja það sem því langar að leggja til málanna því það er hrætt við að fá á sig rasistastimpilinn. Mér finnst umræðan hafa verið þannig í fjölmiðlum undanfarið.

Ég var að enda við að horfa á Kastljósið og mér fannst þáttarstjórnandinn (ekki Sigmar btw. )standa með öðrum viðmælandanum og ekki leyfa hinum að klára. Ég þoli bara ekki svoleiðis. Ég vil heyra báðar hliðar án áhrifa frá þáttarstjórnanda.

8:06 e.h.  
Blogger lou said...

hale-fokking-lúja.

kv
Lovísa "skrifta"

8:22 e.h.  
Blogger lou said...

Sigmar, kommentið mitt var til þín :) bara svo það sé á hreinu :)

Lovísa

8:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég get ekki annað en samglaðst Framsóknarflokknum með að hafa losnað við þessa kjósendur yfir til frjálslyndra ...

8:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég segi að þetta sé merki um sjálfstraust en ekki þjóðrembu eða rasisma. Ef við eigum að hleypa hverjum sem er inn í landið þá er lágmark að þeir sýni kurteisi og reyni að aðlagast okkur í stað þess að við reynum að aðlagast þeim. Þetta fólk er að koma í heimsókn til okkar en ekki öfugt.

8:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nátúrulega búið að segja þetta oft áður, en það stendur samt alltaf uppúr, að þeir sem eru á móti "rasismanum" eru þeir sem ekkert eiga á hættu
atvinnulega. Og þurfa ekki að óttast undirboð eða að íbúðir þeirra lækki í verði vegna "nýbúa" sem sestir eru að í hverfinu. Þeir sem eru á móti "rasisma eru í "verndaðri" atvinnu og búa nú þegar í hverfum sem nýbúar komast ekki í a.m.k. ekki strax. Helst að þeir græddu á öllu saman með því að hafa nýbúa í svartri vinnu. Af hverju reynið þið besserwisserar ekki að greina þetta munstur. Hefur það eitthvað að gera með hverjir borga launin ykkar?????

9:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er það orðið skammarlegt að þykja vænt um sínar rætur og sína menningu? Ætlumst við til að komast upp með að læra ekki tungumál þeirra landa sem við flytjum til t.d. Frakklands, Danmerkur eða BNA.

Það er eðlilegt að þú semjir þig að þeim siðum sem ríkja í því landi sem þú sest að í. Og það enginn rasismi fólginn í því að gera þær kröfur til þeirra sem til okkar koma að þeir taki upp okkar siði, okkar tungu og okkar venjur.

Thailendingar, Pólverjar, Danir og aðrir geta vel orðið Íslendingar en þeir verða áfram af pólskum, dönskum eða thailenskum uppruna.

Það er eftirsótt að flytja hingað, hér ríkir stöðugleiki, efnahagsástand er gott, við erum umburðarlynd. Það er sjálfsagt að við gerum smá kröfur til þeirra sem hingað flytja, en við verðum jafnframt að gera þeim það kleyft.

Og þar liggur hundurinn grafinn. Íslenska ríkið hefur ekkert gert til að aðstoðað þá sem hingað koma, t.d. að læra íslensku. Kerfið okkar er of flókið fyrir þá sem ekki skilja tungumálið (eyðið einum degi hjá tryggingastofnun, vinnumiðlun, skattstofunni og þið sjáið hvað ég á við). Kerfið okkar er reyndar helst til flókið fyrir okkur sjálf.

Ef þú ert ekki frá Danmörku, Noregi eða Svíþjóð þá ertu á eigin báti. Finnar eiga samningsbundinn rétt á því (samkvæmt norðurlandasamþykkt) að fá aðstoð á FINNSKU ef þeir þurfa að eiga við skriffinskubáknið okkar. Það stendur Thailendíngum ekki til boða, þeir verða að hjálpa sér sjálfir, túlkur frá Alþjóðahúsinu er rándýr og þeir sem á þurfa að halda verða sjálfir að leggja út fyrir því.

Ef þið nennið að kynna ykkur málflutning Magnúsar í Silfri Egils, Kastljósi og á Útvarpi Sögu þá kemur hvergi fram að hann vilji banna útlendingum að flytja hingað.

Magnús bendir hins vegar á að við erum ekki í stakk búin til að taka á móti þessum fjölda. Stoðkerfi þjóðfélagsins geta ekki tekið á móti mjög stórum hópi, við eigum ekki nóg af hæfu fólki til að aðstoða "mállausa" og þá sem koma úr vanþróaðri samfélögum. Margir sem hingað koma þekkja ekki sinn rétt og eiga sér ekki kost á að kynna sér sín réttindi eða þær skyldur sem hvíla á okkar herðum.

Auðvitað eigum við að velja úr þeim hópi sem að hingað sækir. Ef einhver vill setjast hér að, eigum við þá ekki að kynna okkur bakgrunn hans, hvað ef um er að ræða einhvern sem komist hefur í kast við lögin? Eigum við bara að halda að hér sé allt svo frábært að viðkomandi hætti bara öllu og byrji nýtt líf (gæti auðvitað gerst, en líkurnar eru samt á móti).

Ríkisstjórnin og Alþingi þarf að leggja hér línurnar ekki stinga hausnum í sandinn eins og Eríkur Bergmann í Kastljósinu í kvöld og segja þetta gekk allt vel í Svíþjóð. Svíar gerðu þó eitthvað. Við höfum bara ekki gert neitt.

Að lokum, þá er mikill munur á þeim sem koma frá þriðjaheimslöndum og okkur sem erum alin upp á vesturlöndum. Þetta er ekki bara spurning um trúarbrögð og litarhátt. Að halda annað sýnir eingöngu fáfræði.

12:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eina zem ég var zammála þér úr þezzum piztli er náttla að ízlenzka konudýrzbeljan er ömurlega ófrítt húzdýr..

2:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eflaust er þetta allt kórrétt hjá þér Simmi en helst til einfalt. Kommentin sýna vel hversu flókið og heitt málið er. Fyrsta kommentið frá nafnlausum endurspeglar svo gríðarlega fordóma og svo mikið menntasnobbs-elítistu-sjónarhorn að það er bara fyndið. "11% þjóðarinnar hálvitar". Einmitt, og við hin upplýstu og "fordómalausu" erum með sannleikann að vopni.
Nei, held þetta snúist ekki bara um fáfræði heldur einnig hagsmuni. Við skulum bíða og sjá hvað lögfræðingarnir, fréttamennirnir og læknarnir segja þegar fjölbreytileikinn fer að endurspeglast í þeirra geira. Voða gott að sitja uppi í turninum og segja "almúganum" hvað honum eigi að finnast. Engin forræðishyggja þar eða hvað?
Upp á yfirborðið með allar skoðanir strax áður en sýður upp úr pottinum. Sýnum svo lit með því að hysja upp um okkur og veita þá þjónustu og aðstöðu sem innflytjendur eiga rétt á.

11:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki rasismi að fullyrða að eitt land sé fallegra en annað. Rasismi er kynþáttahatur. Ofangreind fullyrðing væri þjóðremba eða í versta falli útlendingahatur, eftir því hvað felst nákvæmlega í fullyrðingunni.

11:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haló Sigmar og allir hinir!
Hættið nú þessu væli og röfli öllu saman, en drífið ykkur sem getið í Iðnó í staðin, á sýninguna "Best í heimi" þar sem einmitt fólk af erlendu bergi brotið leikur kátbroslegt stykki um einmitt allt þetta sem þið eruð að blaðra um og meira til!
Og Sigmar, smá grín við þig, varst staddur í Kjarnaskógi við Akureyri um Verslunarmannahelgina, sem frægt varð. Þú og þín elskulega voruð þarna í góðu yfirlæti að sögn og munið hafa unað hag ykkar vel og með "heitum" hætti að aukinheldur er haldið fram! Ku "hitinn" að líkum að bera nýjan ávöxt í fyllingu tímans og þá vonandi í líki þriðju dóttur ykkar. Og þá er spurningin, hvað ætti hún að heita með hliðsjón að því að hinar tvær heita Hekla og Katla ekki satt? Esja? VArla! En Askja? Nei, gengur tæpast heldur! Nafnið liggur reyndar í augum uppi, VAÐLAHEIÐUR auðvitað!!!!

kv.

"Annar Magnús"!

12:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er það rasismi að henda parketinu og birtast í Innlit/Utlit??? Rasismi??? Vá, sumir heilar renna greinilega eftir einhverjum allt öðrum brautum en ég á að venjast.

12:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þarf ekki að taka þessa umræðu aðeins út úr frasa-frussinu? Er það eitthvert vandamál að nýbúi taki af þér vinnuna, frekar en að annar Íslendingur taki af þér vinnuna? Snýst sú umræða ekki um vinnulöggjöf frekar en nýbúa?
Aðlagast samfélagi? Hvað þýðir það eiginlega? Tala málið, borða svið eða syngja í kór? Er ekki grundvallarmálið að skilja íslensku og geta tekið þátt í skóla, vinnu og því félagslífi sem þú vilt taka þátt í? Hættum þessum frösum og förum að tala um raunveruleg atriði sem skipta máli og hægt er að festa hönd á. Ef þér finnst einhver vera rasisti - fáðu viðkomandi til að segja hver vandamálinn eru raunverulega, ekki byrja að garga rasismi rasismi. Það eru öfgahópar sitt hvoru megin í þessari umræðu, annar heftur af heimsku og fordómum en hinn tunguheftur af pólitískum rétttrúnaði og umræðan verður ekki vitræn fyrr en við losnum við þetta lið og getum farið að tala saman um raunveruleg atriði umræðunnar.

12:47 e.h.  
Blogger Haukurinn said...

Held að íslenska þjóðin verði að gera sér grein fyrir því að vaxandi hagsæld, fallandi atvinnuleysi og vaxandi hlutfall aldraðra í hinum vestræna heimi kallar hreinlega á innflutt vinnuafl.

Einnig er það áberandi að það er fyrst á u.þ.b. síðustu fimm árum sem þjóðin hefur gert sér grein fyrir þeim fjölda útlendinga sem búa á Íslandi sem ekki hafa annan húðlit en heimamenn - þ.e. þeim sem að koma ekki frá Asíu.

Heimsvæðingin, og að sama skapi evrópuvæðingin, opnar ekki bara fyrir aukin tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, heldur einnig fyrir erlent vinnuafl. Við getum ekki bæði átt kökuna og etið hana.

1:33 e.h.  
Blogger Egill Ó said...

Það er rétt rúmlega 1% atvinnuleysi á Íslandi í dag. Sem er MINNA en 1. maí.
Af hverjum er verið að taka störf? Og hvernig er það er þetta fólk sem flytur hingað algjörlega sjálfbært? Skapast engin atvinna við það að einhverjar þúsundir manna flytja hingað?
Þeir sem tala á málefnalegan hátt um þessi mál eiga það ekki á hættu að vera taldir rasistar. Þeir sem tala illa um innflytjendur, og telja þá verra fólk en það sem fyrir er í landinu verða kallaðir rasistar, og það réttilega.

7:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur verið að no-boddí sé Magnús Þór Hafsteinsson?

Og ef von er á Vaðlaheiði þá gratúlera ég þér og þinni spússu.

Alltaf hress á barnum

8:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Af gefnu tilefni þá er no-boddí nákvæmlega það sem nafnið segir "enginn sérstakur", vinnur á skrifstofu, alinn upp sem sjálfstæðismaður (styður ekki Björn Bjarnason) var í Verzló, fíla ManU, finnst Þóra sæt. Sit hér í 101 sötrandi rauðvín og hlustandi á Guns´n´Roses. Semsagt bara venjulegur frónari sem samt hefur búið erlendis og þekkir annað en bara littla saklausa Ísland.

9:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig langaði nú bara rétt að bæta hérna inn í að það virðist gæta mikils misskilnings í þessari umræðu, báðum megin borðsins.

Því má benda að hér starfar mjög mikið af hámenntuðu erlendu fólki. Sjálfur þekki ég fjöldamörg dæmi um háskólakennara, tölvunarfræðinga, verkfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga o.fl
Það er búinn að vera mjög mikill skortur á iðnaðarfólki svo hingað koma kannski helst til fleiri iðnaðar- og verkamenn erlendis frá en það er fásinna að halda því fram að útlendinga sé eingöngu að finna þar.

Einnig vill ég taka undir sem sumir hafa bent á en heyrist ekki nógu hátt finnst mér, að vandi er að aðilar vinnumarkaðarins o.fl. eru kannski í einhverjum tilfellum að borga þessu fólki undir markaðsverði, sem er vandamál útaf fyrir sig. Svo lengi sem laun eru á svipuðu róli þá snýst þetta bara um samkeppnishæfni í starfi, óháð því hvar manneskjan sem tekur við af manni er fædd.

Fólk virðist í sífellu gleyma:
1- EES er í dag einn vinnumarkaður. Við getum unnið þar og þau hér hérumbil eins og okkur sýnist. Þetta er því alveg eins og fólk fyrir Norðan væri að kvarta yfir því að fólk frá Reykjavík væri að "stela störfum" á Akureyri..

2- að toga umræðuna niður á þetta plan þegar atvinnuleysi á Íslandi mælist um eða undir 1% og þegar hagvöxtur okkar í dag er að gífurlegu leyti að þakka erlendu vinnuafli sem kom hingað til að fá þennan kraft í hagkerfið meikar bara ekkert sens, svo maður noti nú góða íslensku.

Þakka Sigmari gott framlag í þessu máli og hvet alla eindregið til að beita frekar kröftum sínum í að bjóða þetta fólk velkomið og reyna að aðstoða það við aðlögun eða - fyrir þá sem dvelja hér eingöngu til skamms tíma - gefa því amk góða mynd af landi og þjóð.

10:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ANNAR MAGNÚS:

Jú jú, það er svosem fáranlegt að neita því að barnalánið leikur við okkur Simma, fjórða dóttir okkar, hún Esja Hraun er einmitt langt á veg komin eftir notalega verslunarmannahelgi í Kjarnaskógi. Samkvæmt öllu mun hún koma í heiminn í vikunni og bíða systurnar Askja Ösp, Hekla Lón, Katla Jörð og Aska Jökla spenntar eftir litlu systur. Munið bara að lífið er ekki búið þó maður eigi töttögö börn. Maður þarf bara að hafa smekk fyrir hafragraut og núðlusúpu!

10:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki sammála (Kristáni f) með (Þetta er því alveg eins og fólk fyrir Norðan væri að kvarta yfir því að fólk frá Reykjavík væri að "stela störfum" á Akureyri). Norðan og vestan á Íslandi....sama landið.....

5:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

SIGMAR;

Drattastu til að skrifa maður....haður þessum pistlum þínum og 2 daga bið er bara glatað.

Settu svo teljara á siduna svo maður geti fylgst með umferðinni.

PS; Ertu virkilega að skíra börnin þessum jarðarnöfnum ? Og ertu að gera "do do" í familusvæðum eins og Kjarnaskógi ???

my man....

7:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

anonymous hér að ofan, ég er nú bara að reyna að benda á punktinn að við erum aðilar í dag að alþjóðasamningum sem gera það að verkum að þetta er allt saman eitt, opið vinnusvæði. Líkt og - fyrir daga þessara samninga - Ísland var eitt vinnusvæði.

Stærsti munurinn kannski felst í því að ekki allir skilgreina sína "in-groups" og "out-groups" (eins og það er víst kallað) eftir alþjóðasamningum, auk þess að ef við vinnum (t.d.) í Noregi fer skattpeningurinn ekki í okkar ríkiskassa og okkar hagkerfi. Hins vegar fer skattpeningur útlendinga hérna í okkar ríkiskassa og - amk að einhverju leyti - í okkar hagkerfi.

Ég er kannski ekki orðheppnasti maður í heimi :-) en þetta er nú samt staðreynd, þó ég hefði kannski átt að reyna að útskýra betur hvað ég meina með mínum klaufalegu orðum.

7:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Sigmar

Þú komst nú heldur betur af stað góðri umræðu af stað hér og hiti í liðinu. Fínt líka fyrir okkur hin að fá að fylgjast með umferðinni hér á þinni heimasíðu, munar okkur öllu :)

Annars gott að heyra að þú tekur svona fínt tillit til okkar þessa ókunnuga liðs sem riðst hér inn, minnst einu sinni á dag til að lesa skrif þín.
Annars segi ég bara, gott hjá þér og Frjálslindaflokknum að hleypa þessari umræðu af stað, sést hér í þínu kommentakerfi að full þörf er á því að ræða þessi mál.

Ég bíð svo bara spennt eins og hinir eftir nýrri færslu frá þér og hrósa um leið konu þinni og dóttur fyrir að vera óhræddar að segja þér til syndanna, okkur hinum til mikillar skemmtunar.

Góða helgi fjölskylda

k.skj

8:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heil heil þér Þóra Móðirin Mikla!Ríkt er og þitt skopsin, að ekki sé talað um ótvíræða -Hagsýnuhúsmóðureiginleikana-!
Gæfumaður er Sigmar hinn Síspyrjandi, Spúsu slíka að eiga!
En, eh, er samt ekki fullmikið af því góða að byrja og enda líka "framleiðsluna" á aðeins þremur mánuðum!?
En að vísu, Guinnesheimsmetabókardagurinn var jú í vikunni!

9:24 e.h.  
Blogger Iceland Today said...

Ísland er best í heimi Simmi. Vigdís Finnboga var alltaf að segja það þegar ég var yngri og ég bara keypti þetta. Enda var ég í Vigdís jungend hreyfingu.

11:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað maður er orðinn kröfuharður...ný færsla væri meira en velþegin! Penninn þinn fer yfirleitt einkar skemmtilegar leiðir og leiðir mínar á netinu liggja því daglega í þína möskva. kv. húsmóðir í Vesturbænu.

12:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home