fimmtudagur

Pönkhnakkar og Seljan

Samkvæmt Fréttablaðinu er allt brjálað vegna þess að Ásgeir Kolbeinsson yfirhnakki og Arnar Gauti tískulögga voru með svo mikin sorakjaft og pönkaraattitjúd í Innlit/Útlit um daginn. Ég sá ekki þáttinn en mér finnst þetta ámóta trúlegt og að móðir Theresa og Óli lokbrá hafi framið raðmorð í miðbænum um helgina með heróínsprautu í handleggnum. Þessi prúðmenni hafa í mesta falli gengið framaf Arnari Grant fyrir að vera ekki nógu gulir.

Mér þykir leiðinlegt að drepa góða kjaftasögu. En geri það samt. Það var ekki Símon Birgisson, blaðamaðurinn ógurlegi, sem fékk listræna útrás með því að skvetta gulum vökva úr skinnsokk sínum yfir sprund í listaháskólanum einsog hann er sakaður um hér. Hann er algerlega saklaus af því. Hann hinsvegar sat í umræddri kennslustund og fylgdist með af barnslegri forvitni.

Mér finnst bæði rétt og skylt að greina frá því hér að Helgi Seljan, umsjónarmaður Kastljóssins, kláraði að naga alla blýantana hans Ara Edwald, forstjóra 365, í gær. Forstjóri 365 lætur Kastljósmanninn væntanlega flokka rykkorn í dag. Fylgist með daglegum fréttum hér á síðunni af ævintýrum Kastljóssmannsins sem fær ekki að fara burt frá NFS.

22 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert hrikalega skemmtilegur penni. Ég er ókunnug kona úti í bæ sem er alveg orðin húkkt á þér.

Takk fyrir mig

Edda

12:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki Helgi í sumarfríi?

2:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var ekkert pönkaralegt við Ásgeir og hitt fíflið í þættinum. Þeir eru smáborgarar og kerlingar af verstu tegund!
Unz

9:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha!
...ekki nógu gulir fyrir Arnar Grant, þvílíkt let down.

Vinkona mín sendi mér linkinn hingað og sagði að ég yrði að lesa og ég verð að segja að það var vel þess virði. :)

9:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst þetta innlit útlit innslag algerlega brilljant.

Þarna voru þeir kumpánar staddir í ágætri íbúð, svona í betri kantinum miðað við það sem margir búa við og áttu ekki orð yfir hvað allt var "ógeðslegt". Ógeðsleg eldhúsinnrétting, ógeðsleg hurð, ógeðsleg gólfefni og svo ógeðslega ljótt klósett að appelínuguli hnakkinn Ásgeir gat ekki fengið af sér að pissa í það.

Muahahahaha.

Þetta var allavega mjög fróðlegt innlit í sálarkima lítilmenna. Og ekki er útlitið skárra.

10:15 f.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Mér fannst best að sjá þegar afraksturinn af framkvæmdunum á baðherberginu var sýndur. Það er greinilega fínt að setja í þvottavélina ofan í fína hornbaðkarinu. Það er varla hægt að opna hana fyrir ferlíkinu:)

12:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er svo Ásgeir Kolbeins að velta því fyrir sér hvers vegna hann nái ekki að festa ráð sitt??

Ég er líka ókunnug kona :)

B

1:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við erum greinilega fullt af ókunnugum konum sem fylgjumst með hérna á síðunni. :) Enda ekki furða, því hér er um afar góðan penna að ræða. Mæli með að bloggari spreyti sig í ritstörfum.

2:59 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Þesir þættir gera ekki neitt fyrir mig. Þegar Mala Matt var með þá kom alveg fyrirlitningarsvipur á hana þegar fólk sagðist vera með eldhúsinnréttingu úr IKEA og eins ef að eitthvað var úr RL búðinni sem er fínna orð yfir Rúmfatalagerinn.
Algjör snobbhænsn sem stjórna þessu.
Gafst upp á áð horfa á þetta sem og Kvöldstund með Pirrý eða hvað hann nú hét !

3:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Best að bæta við ókunnugu konurnar Snilldar skrif og ekkert nema gaman að koma hingað og lesa skrif og komment.

Ég verð samt að segja, eins og sá er ritaði í blaðið, að ég vona að þau sem seldu FM hnakkanum íbúðina hafi ekki verið að horfa á. Innréttingin og rimlagluggatjöldin voru ekki verri en eru á mínu heimili og er ég nú ansi sátt við það sem ég hef gert til að búa mitt heimili. Svo talaði hann um í þættinum að einhver kona hefði fengið innréttinguna og vonaði að hún væri ekki að blóta sér fyrir vikið núna. Aðeins of mikið snobbhæns að mínu mati.

Simmi ! mæli með að þú kíkir á þáttinn í næstu endursýningu.

k.skj

3:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert æðislegur penni og húmoristi. Fólk er farið að horfa á mig hér í vinnunni -- ég hlæ svo mikið þegar ég les pistlana þína.

3:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg sammála hinum ókunnugu konunum. Þú ert frábær penni og ég kem oft hérna inn til að lesa pistlana þína.

Kristín.

5:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og enn ein ókunnug :)

Frábærir pistlar alltaf hjá þér... bíð alltaf spennt eftir nýjum...

Já átti nú ekki til orð yfir þessum FM hnakka stælum... aldeilis að hann er á fínum launum fyrst það er hægt að splæsa gjörsamlega í allt nýtt og fræsa allt í sundur.. hefði nú einhver átt að benda honum á að kaupa sér í nýbyggingu bara...

Getur skellt þér á þáttinn hérna:

http://www.skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/thattur/store126/item950/ og spólar áfram á sléttar 30 mínútur á herlegheitin!!

5:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/thattur/store126/item950/

5:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst Ásgeir Kolbeins ógeðslegur, og ég myndi ekki pissa í kílómetra fjarlægð nálgægt þessu appelsínugula skoffíni. Hann er í ógeðslegum fötum og mig langar að æla þegar ég sé hann.(Tek hann aðeins út eins og hann tók íbúðina)

Snilld þar sem hann sagði í Fréttblaðinu í dag "að allt liti betur út í sjónvarpinu" - well allavega ekki hann, hann lítur illa út hvar sem hann er.

P.S Ég á eins gardínur og í þættinum. Er bara sár & móðguð.

7:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

samkvæmt nýjustu fréttum er Ari Edwald upp um veggi og súlur að leita að nýjum fréttum fyrir Helga Seljan til að halda honum uppteknum

12:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það má nú deila um hvort Ásgeir Kolbeins sé ekki nógu gulur fyrir nokkurn mann, þar með talinn Arnar Grant.

1:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það sem mér finnst athyglisvert er sú staðreynd að hnakkarnir hraunuðu yfir innréttingar og virðast hafa stuðað fjölda manns í leiðinni, en svo er sá sami fjöldi alveg tilbúinn í að hrauna yfir þá tvo! Auðvitað skutu þeir yfir markið - en hvort er verra?

8:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Zygmarr ætti að pósta af sér getnaðarlegum kastljósmyndum, sætum í töff jakkafötum, kannski efstu tölu hneppta frá svo fáeinir bringuhárslokkar læðist yfir, svona fyrir allt kvenfólkið sem kómentar hér með stjörnur í augum... :)

11:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verst þykir mér samt sú sögusögn að Ásgeir Kolbeins og Logi Bergmann sé nú orðnir mestu pallar eftir fluttning þess síðarnefnda milli stöðva.

En viðtalið var vissulega áhugavert og ekki síst vegna þess hve stóryrtir þeir voru um hversdagslegar innréttingar.

9:05 f.h.  
Blogger Sprettur said...

Það vita allir að appelsínugulir hnakkar, eins og umræddur Ásgeir, hafa orðaforða á við 4 ára gömul börn og því ekki mikils að vænta frá vesalings Geira Gula sem situr undir árásum allsstaðar frá og strýkur sjálfsagt enni sitt og skilur hvorki upp né niður, því hann sagði bara það sem honum fannst og mamma hans sagði að maður ætti alltaf að segja það sem manni finnst.... ;)

2:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá þáttinn í endursýningu í gær eftir að Fbl fór mikinn um þennan blessaða þátt. Fannst þeir nú frekar hallærislegir félagarnir þarna. Annars veit ég að sum fyrirtæki mátti alls ekki nefna á nafn í þættinum hjá Völu Matt, ekki ef þau voru ekki fáanleg til að auglýsa grimmt.

6:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home