miðvikudagur

Landsbjörg, siðareglur og Southend

Hvernig stendur á því að slysavarnarfélagið Landsbjörg byrjaði nú nýverið að vísa fjölmiðlum á Jón Gunnarsson framkvæmdastjóra í fréttatilkynningum sínum, í stað þess að beina þeim einvörðungu á Ölöfu Snæhólm upplýsingafullrúa félagsins einsog venja er? Varla vegna þess að Jón er í miðri prófkjörsbaráttu? Er við hæfi að Jón auglýsi baráttu sína merktur Landsbjörgu í bak og fyrir? Er Landsbjörg hafin yfir flokkadrætti eða gengin í Sjálfstæðisflokkinn? Get ímyndað mér að fólk vilji vita þetta áður en það ákveður af hverjum það kaupir jólatré og flugelda í desember.
---

Soldið hefur borið á því að nafnlaust fólk úðar fordómum og sleggjudómum í allar áttir í kommentakerfinu mínu. Þetta er vandamál sem flestir bloggara þekkja nokkuð vel. Ég er lítið fyrir að ritskoða svo ég bið ykkur, elsku lesendur, að hafa sígildar siðareglur Zygmarrs í huga þegar þið tjáið ykkur um menn og málefni hér á síðunni. Þær hljóða svona:

1 Ef þið eruð ómálefnaleg við aðra, reynið þá að vera það á málefnalegan hátt.

2. Ef þið talið illa um Zygmarr, gerið það þá fallega og af virðingu.

3. Ef þú heitir Jakob Bjarnar, reyndu þá að hafa kommentin styttri en skáldsögurnar hans Hallgríms Helgasonar.

---

150 kílóa kraftajötunn tapar fyrir lítilli stúlku í sjómann. Fyndið.
Þórhallur Gunnarsson kemst ekki út að reykja í heila klukkustund. Mjög fyndið.
Manchester United tapar fyrir Southend í fótboltaleik. Mig skortir orð.

18 Comments:

Blogger Einhver said...

Þér eruð grobbið prumphænsn sem jafnast á við köttinn í Lísu í undralandi hvað varðar brosmildi, óviðjafnanlegur orðhákur, löðrandi af eigin skilgreiningu á töffaraskap, og já, þér eruð vondið við grey Þórhall, gamalt fólk á ekki að hrekkja. :P

2:05 f.h.  
Blogger Einhver said...

Vondir á það að vera, ekki vondið, vírar að rekast saman í heilanum á mér.

2:06 f.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Simmi minn. Maður á að vera góður við unglinga eins og vesalings Þórhall litla.
En ljótt þykir mér að heyra að hann sé byrjaður á þeim ósið að reykja. Er uppeldið ekki betra hjá þér?

7:29 f.h.  
Blogger Hjörtur Howser said...

Er ekki kominn tími á að Jakob Bjarnar opni sína eigin bloggsíðu ? Nógu er hann duglegur að skrifa. Þá væri líka hægt að kommenta á hann í löngu máli.
HH

9:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlaut ad koma ad thví ad thu yrdir ordlaus.

Elsta barnid thitt af hundrad

9:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu nú!!lagsmaður var ekki Arsenal FC að spila einhvern leik við Tottarana um helgina, eða er verið að hamast við að gleyma. Haus í sandi og alles.

1:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vona að Eggert kaup W-Ham þannig að hann geti selt Teddy Sheringham til Arsenal,,,,,Liverpool kayptu Michael Tomas þegar hann skoraði sigurmarkið eingöngu til að míga á hann í sturtunni

Teddy fær miklu verri meðferð hehehehhehehe djö... þoli ég ekki þann "mann"

2:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svona til að upplýsa áhugasama þá er óánægja meðal félagsmanna Landsbjargar með þetta síðasta útspil Jóns um að tengja félagið saman við XD...

4:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

svona til að upplýsa áhugasama þá voru Arsenal að spila við west ham og töpuð þar ... svo skoraði teddy ekki markið heldur Marlon Harewood

svo var Michael Tomas stórlega vanmetinn

5:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þó svo að starfsmaður SL (Slysavarnafélagið Landsbjörg) sé í framboði fyrir einhvern tiltekinn stjórnmálaflokk, þá má ekki láta það bitna á sjálfstæðum einingum innan samtakanna þegar þær eru að standa í sínum fjáröflunum.

Ég er ekki viss um það að ef einhver er ósáttur við það að Eggert Magnússon formaður KSÍ ættli að kaupa eitthvað fótboltalið í Englandi þá hætti viðkomandi við það að kaupa flugelda af KR..... er það...??

kv
Finnur

5:22 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Ef Landsbjörg er gengin í Sjálfstæðisflokkinn þá segi ég mig úr Landsbjörgu !!!!!!!!

Það er kannski hægt að veiða nokkur atkvæði út á gallann en mér finnst þetta óviðeigandi.

1:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

humms
Sé ekki alveg að Jón megi ekki nefna starf sitt í kostningabaráttu frekar en hjúkkur eða rektorar

1:23 f.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Ég hef bara aldrei séð hjúkrunarfræðing í búning í auglýsingum viðkomandi sinni kosningabaráttu.
Hvað þá sjóara í gúmmígalla.
Fínt að Jón skuli vera í framboði hann er flottur kall en það er samt mörgum sem finnst að hann hefði alveg getað sleppt því að láta mynda sig í gallanum.
Er ekki nóg að fólk viti að hann sé Framkvæmdarstjóri Landsbjargar ?

9:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eru ekki allir þingmennirnir sem eru í prófkjörsbaráttu alltaf í vinnugallanum, með bindi!!! Hvað er málið?

12:52 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Kommon. Auðvitað mega menn nefna starf sitt. En að mæta í myndatöku í galla slysavarafélagsins, mikilvægra samtaka sem eru hafin yfir flokka og dægurþras, er vafasamt. Enda hefur hann sjálfur séð að sér og gerir ekki meira af þessu.

1:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá hann að sér eða er svar hans bara svar við tilbúnu neikvæðu umtali vegna málsins. Hann gegnir þessu starfi og ekkert að því að vera í starfinu og svara fjölmiðlum ef um starfið er spurt. Stormur í vatnsglasi, tlbúinn stormur. En Landsbjörg kemur þá til bjargar. :)

2:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef séð hjúkku hérna í Garðabænum dressaða upp í hjúkkubúning á prófkjörsmynd. Ekkert athugavert við það. Hún er hjúkka og það gefur ákveðna mynd af því hverskonar persónu hún hefur að geyma. Það fangar líka augað að vera í appelsínugulum galla á mynd. Kosningabrella hjá honum, en ekki verri en hver önnur. Auðvitað styður þjóðin Landsbjörgu og engan annan með kaupum á flugeldum. Annað er vitleysa. Ef Landsbjörg hefur ekki bjargað þér þá hefur hún bjargað einhverjum nákomnum. Kveðja, Stefán

6:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf jafn erfitt að fá fólk til að taka þátt í umræðu um prinsipp - þetta dettur alltof oft í persónur og leikendur. Landsbjörg er frjáls félagasamtök sem treysta á ríkisframlög og frjáls framlög landsmanna til að reka sína starfsemi, svipað og Rauði Krossinn. Það er rangt í prinsippinu að frambjóðandi notfæri sér ímynd samtakanna eða ásýnd til þess að taka þátt í prófkjöri ákveðins flokks. Hvort þetta er X-D eða X-B - Jón eða Sigurður - Landsbjörg eða Rauði Krossinn skiptir ekki máli - prinsippið er augljóst öllum sem skilja grundvallaratriði.
KSÍ, hjúkkur, West Ham og Eggert koma þessu máli ekkert við - ja ekki nema þú sért einhver þeirra sem skilur ekki grundvallaratriði umræðunnar og heldur að nöfn og flokksnöfn skipti einhverju máli hér.

12:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home