fimmtudagur

Græni kallinn, fótboltakallinn og Seljan kallinn

Græna staðalímyndin í gönguljósunum verður bráðlega kominn í kjól ef Bryndís Ísfold fær sínu framgengt. Ég verð þó að játa á mig þá fávisku að hafa ekki haft hugmynd um að ég væri nánast að brjóta jafnréttislög í hvert sinn sem ég rölti yfir götu. En ég styð heilshugar þessa hugmynd Bryndísar, enda hefur hún allt sem prýða þarf góða hugdettu. Hún er frumleg, það er hægt að gera stólpagrín af henni en jafnframt ómögulegt að mæla gegn henni nema með ódýrum fimmaurabröndurum. Með hvaða rökum ætlar fólk í mannréttindanefnd að greiða atkvæði gegn þessu? Af hverju má kallinn ekki vera kona?

Sumir kalla hann Henrí. Aðrir Onrí. Sumir Henri. Enn aðrir kalla hann Honrí. Og eftir því sem framburðarsnillingunum fjölgar styttist væntanlega í að hann verði kallaður Horny. Þessi mismundi framburður á nafni besta knattspyrnumanns veraldar fer í taugarnar á mér. Getum við hér eftir sæst á að kalla hann bara Hinrik?

Að lokum sendi ég Helga Seljan, Kastljósmanni, kærar kveðjur, þar sem hann nagar blýanta í Skaptahlíðinni. Notalegt hjá Ara Edwald að halda honum uppá Stöð í hálfgerðu tilgangsleysi mánuðum saman, rétt eftir einn blóðugusta niðurskurð fjölmiðlasögunnar.

20 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Einhvers misskilnings virðist gæta hvað varðar farmburð á nafni besta fóboltkappans, sem jú svo sannarlega er franskur..,. Cantona og málið er dautt ;-) bæði hvað varðar snilld og framburð.

Strikerinn

3:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En flestar konur ganga nú oftast í buxum!!! :)

8:10 f.h.  
Blogger Kristin Bjorg said...

En ég spyr nú bara varðandi græna kallinn - er þetta sú hreingerning í jafnréttismálum sem helst er þörf á?

8:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski er tilgangurinn sá að vekja fólk til umhugsunar um af hverju það sé sjálfgefið að græni kallinn sé kall, að kallar séu alltaf útgangspunkturinn og konur undantekningin eða frávikið. Í hvert skipti sem kona kemst til æðstu metorða byrja fyrirsagnir eða fréttir á punktinum "kona valin ... " eða "fyrsta konan ..." etc. sem er af sama meiði. Þannig, að þótt tillagan virðist smávægileg er hún það ekki í stærra samhengi.

8:38 f.h.  
Blogger Sprettur said...

Hver segir að þetta sé karl en ekki kona??

9:35 f.h.  
Blogger Unknown said...

Vissara að hafa "grænu" konuna bæði svarta og samkynheigða til að engin verði útundan

10:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef hún á að vera græn á hún að vera í stuttu pilsi og gagnsæum bol.
Ég heyrði í gær að Hún hefði sent bréf til feminista í USA þar sem hún hvatti/heimtaði að Michelline kallinn yrði gerður að Tjéllingu

10:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

grænar konur og ekkert kjaftæði ,endalust væl í þessu karlmönnum:)

11:19 f.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Helgi hefur gert frábæra hluti fyrir myndasafnið í Skaftahlíðinni auk þess sem hann hefur gert skúlptúr úr kaffibaunum. Ekki segja að hann sé að klóra sér í rassinum allan daginn, það er ekki rétt!

11:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta jafnréttisbull er bara komið í hreina vitleysu....

kvennaboltinn er álíka vinsæll hér og "listsund og Boja".....það er ókeypis á leiki því enginn nennir að borga sig inná þetta boltakrapp hjá blessuðum konunum....

og nú á að skylda KSÍ að borga þeim - sem engar tekjur skapa - sömu peninga og kallarnir fá sem skapa mikla peninga....

djöfulsins vitleysa er þetta maður...


Hlekkjum konur - keðjan nær í svefnherbergið og eldhúsið.....

þvílíkur friður kæmist þá loks á hér á landi....

Kv.
Svarti Pétur

11:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En lúdókallinn? Hvaða jafnrétti er í því að það séu ekki til neinar lúdókellingar?

1:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi ótrúlegu dekurvandamál háskólamenntaðra kvenna á höfuðborgarsvæðinu eru skilgetið (eingetið?) afkvæmi "fræða" sem kennd eru í Háskóla Íslands -svokallaðra kynjafræða. Það má vel vera að þau fræði hafa átt upphaf í nauðsynlegri breytingu á hugarfari, en eins og staðan er í dag þá hafa kynjafræðin fullkomlega náð því að hverfa inn í sjálf sig, svo fullkomlega að það skilur enginn utanaðkomandi tungutak eða hugtök fræðanna. Eina leiðin til þess að skilja þessa umræðu er að setjast á skólabekk og verða innvígður í fræðin og það leiðir oftast til þess að viðkomandi verður jafn fullkomlega óskiljanlegur og allir hinir. Þetta er eins og póstmódernismi og Derrida - óskiljanleg froða öllum nema innvígðum - og á ekkert erindi við samfélagið nema sem lélegur brandari og eyðsla á skattfé.
Í Kenya eru konur á því stigi að berjast fyrir réttinum á lífi sínu og líkama. Á landsbyggðinni hérlendis eru konur iðulega í þeirri stöðu að mega þola afdankaðar karlrembuhugmyndir um stétt sína og stöðu, í heyranda hljóði af mönnum sem "eiga eitthvað undir sér" og ráða einhverju á staðnum. Í Reykjavík, sérstaklega í 101 finna háskólaborgarar það eina óréttlæti að berjast gegn, sem kallað er staðalímynd í götuvitanum. Bryndís Ísfold, græni kallinn í götuvitanum er vinur þinn! Taktu hann í sátt og finndu þér raunveruleg baráttumál sem skipta einhverju helv. máli.
(ps. hvers vegna var engin tillaga flutt um að breyta rauða kallinum í konu? Og annað; er kona í kjól ekki staðalímynd frá helvíti?)

2:39 e.h.  
Blogger G. Pétur said...

Hvað með neyðarkallinn sem á að selja um helgina?

3:09 e.h.  
Blogger Mwezi said...

Hvaða þvæla er þetta um að konur berjist fyrir lífi sínu og líkama í Kenýa? Sjálfsagt er jafnrétti styttra á veg komið í Kenýa en á Íslandi en það er nú bara staðreynd að það er talsvert um útivinnandi konur í Kenýa sem og konur í háskólanámi og kvenkynið á jafn vel nokkra fulltrúa á kenýska þinginu. Skulum ekki missa okkur í ýkjunum hérna.

Annars velti ég því oft fyrir mér hvort ég sé sá eini sem finnst jafnréttisumræða skrítin af því að konur eru (síðast þegar ég vissi) ekki minnihlutahópur.

Í þriðja lagi vil ég leggja til að Thierry Henry verði kallaður Téður Hinrik framvegis. "Og Téður Hinrik skoraði stórglæsilegt mark undir lok leiksins..."

4:33 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Já allir að kaupa neyðarkallinn !!
Verður grænakéllingin berrössuð ?

4:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég algjörlega þoli ekki svona vitleysu. Hver sagði að þetta væri bara ekki kona, þessi græna manneskja sem hleypir okkur yfir götuna? Ég skal segja ykkur það, að ef að "græni kallinn" verður settur í kjól og bleikur með slaufu í hárinu, þá líða bara nokkur ár þangað til að enn fleiri fara að væla yfir því, einhver stöðnuð staðalímynd kvenna..
Ég leit bara alltaf á þetta sem hlutlausan "kall".. skil ekki hvernig hægt er að taka það til sín að hann sé ekki kona.. þessi manneskja hlýtur að vera fyrrverandi eineltisbarn með lélega sjálfsímynd.
Ég ætla ekki að setja brosKALL á eftir færslunni svo að fólk fái ekki tremma og ég kann ekki að búa til brosKERLINGU

4:53 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Þetta er frábær hugmynd.
Skil ekki hvað fólk er að grenja yfir þessari tillögu.

7:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá fólk hérna Kastljósið í gær? Frábært viðtal við dreng sem bjargað var úr sprungu. Rosalega gerði Ragnhildur þetta vel.

Ég kaupi neyðarkallinn eftir að hafa séð þetta. Þegar ég dett í sprungu þá vil ég að svona fólk komi sígandi niður til mín og bjargi mér. Ja, eða bara þegar rollan mín kemst í sjálfheldu í fjallinu, þá er þetta fólk til í að bjarga henni líka.

Og svo kaupi ég neyðarkonuna frá þeim á næsta ári. Eða ætli það verði slysavarnakona?

10:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kommentin á þessari síðu eru yfirleitt skemmtilegri en færslurnar.

Og þá er mikið sagt. En ég er ekki ókunnug kona.

kv.Andri

11:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil nú ekki vera með leiðindi en maður segir: að gera grín AÐ, en ekki að gera grín AF, það er vitlaust.

Annars góð síða og skemmtilegar pælingar.

3:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home