laugardagur

Atkvæðaveiðar

Ungur maður sem ég þekki vel hefur í dag og í gær gert fátt annað en að taka á móti sms skilaboðum vegna prófkjörs Samfylkingarinnar. Hann hefur verið ákaft hvattur af Samfylkingarfólki í kraganum til að mæta á kjörstað og hefur fengið vel á þriðja tug sms skilaboða. Það væri svosem lítið við þetta að athuga ef ekki væri um að ræða 11 ára gamlan fósturson minn, hann Sindra. Þeir stjórnmálamenn sem eru svo desperat að reyna að véla ófermt barnið í prófkjörsslaginn eru Jakob Frímann, Sandra Franks, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnar, Magnús Norðdahl, Gummi Steingríms, Gunnar Svavarsson, Kristján Sveinbjörnsson, Anna Sigríður Guðnadóttir og Bjarni Gaukur Þórmundsson. Flestir hafa sent fleira en eitt sms. Sniðugast fannst mér smsið frá Bjarna Gauk til ellefu ára sonar míns þar sem stóð “Setjum börn og unglinga í fyrsta sæti með því að setja Bjarna Gauk í 7-8 sætið”. Láttu bara barnið mitt í friði, Bjarni Gaukur!

Sindri er vinsæll hjá Samfylkingunni því á síðast kjördag var hann boðaður á kosningavökufylleri um kvöldið klukkan 21:30. Hann komst því miður ekki því hann var að leika sér með tindátana sína.

Það fyndnasta við þetta er samt að Sindri hefur ekki snefil af pólitískum áhuga. Honum fannst þessi sms stórskotahríð Samfylkingarinnar óþægileg því hún truflaði hann við að komast á milli pláneta í Ratchet and Clank playstation leiknum. Einnig hefur hann frétt einhverstaðar að Samfylkingin vill lengja skólaárið og slíkur flokkur á ámóta mikið uppá pallborðið hjá Sindra og grænmetisát.

Að lokum vil ég biðja Samfylkingarfólk í prófkjörsham afsökunar á að Katla (sjö mánaða) og Salka (þriggja ára) eru símalausar sem stendur. Ef Samfylkingafólk þarf að koma til þeirra
einhverjum áríðandi pólitískum boðskap þá er hægt að gera það í kommentakerfinu hér að neðan.

21 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta nú ekki týpískt fyrir stjórnmálaflokkana ??? Ekki einu sinni athugað með kennitölur til að sjá aldur á þeim sem verið er að senda. Annars er þetta skelfilega pirrandi þegar að maður er að bíða eftir "mjög áríðandi" skilaboðum, og svo eru það bara þessi leiðindi, og þá helst frá flokknum sem maður vill alls ekki vita af

k.skj

9:24 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Hva segiru, Katla og Salka hvorugar komnar með síma.
Þetta er agalegt ég hélt að börn fæddust með síma í dag ;)
En án gríns þetta er fyrir neðan allar hellur hvernig þetta er orðið, meira að segja 11 ára börn ekki látin í friði.
Greinlega ekkert á milli eyrnanna á þessum pólitíkum !!

9:27 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Skrýtið. Sindri er greinilega vinsælli meðal frambjóðenda en sumir kjósendur
Ég er í Flokknum og hefi hingað til fengið SMS frá einungis einum frambjóðanda.
Ætli frambjóðendurnir hafi hlerað símann minn og viti því hvaða fólk ég ætla að kjósa?

9:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

djö....ég fékk ekki einu sinni SMS frá Kötu Júl. ég hefði kosið hana þó ég búi í Reykjavík. Greinilegt að nálgunarbannið sem hún fékk sett á mig er að gera sig.

10:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er þetta ekki brot á fjarskiptalögum ? Ekki glæta að þú megir senda unwanted sms til fólks....sem það hefur ekki beðið um.....

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Suss - ég fékk bara 2 frá Magnúsi og 2 frá Gunnari. Það er greinilega eitthvað misræmi í hver fær hvaða lista ;)

10:29 f.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10:47 f.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

Iss moðgun er þetta ég er svona óvinsæl ( þökk sé æðri máttarvöldum) fékk ekki eitt einasta sms fra þeim
spurnig er þeir sem fengu sms eru þeir hjá símanum
ÉG VIL SMS !!

10:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað hefur strákurinn þinn 11 ára að gera við síma????????????????????????????????

þetta er orðið rugl hvernig símafyrtækin hafa tekið skallann okkar herskyldi og fengið okkur til að kaupa síma handa smábörnum,,þarfirnar eru sífellt búnar til og alveg bráðnausðynlegar

lets do West Ham

11:06 f.h.  
Blogger sigmarg said...

Af hverju skyldi 11 ára sonur minn EKKI vera með síma. Hann nær alltaf í okkur og við í hann og tækið hefur margsinnis sannað gildi sitt. Þú talar einsog við höfum gert hann út með poka af amfetamíni.

11:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kræst, ótrúlegt hvað stjórnmálamenn leyfa sér að ganga langt í þessari kostningabaráttu! Er ekki lag að láta börnin í friði amk þar til þau öðlast kostningarétt??? Spurning hvort þetta hafi þau áhrif að strákurinn kjósi aldrei flokkinn þegar á reynir þar sem hann truflaði hann svo mikið þegar hann var ungur og lék sér, hahahahhahahaha.

12:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heil og sæl
Þar sem ég er nafngreindur í greininni langar mig að segja nokkur orð. Við sem vorum í framboði fáum útprentun af flokksskránni fyrir kjördæmið. Þar er GSM númer þeirra sem er skráðir í flokkinn. Sennilegast hefur orðið einhver mistök við innslátt á númerinu hans Sindra. Vinsamlegast sendu mér SMS í s. 699-1532 eða tölvupóst á bjarni@fb.is með númerinu hans og ég mun láta taka númerið út svo hann verði ekki fyrir meira ónæði t.d. í kosningunum í vor.

kveðja
Bjarni Gaukur Þórmundsson

4:13 e.h.  
Blogger Hjörtur Howser said...

Það virðist sanngjarnt boð, þetta frá honum Bjarna Gauk.
Það sem mér þótti hvað merkilegast í þessu stússi öllu, og þá undanskil ég mistök sem valda ónæði hjá ólögráða fólki - ég myndi heldur ekki vera hress með það, er þessi pirringur sem virtist grassera hjá almenningi yfir kynningum frambjóðendanna. Víða í heiminum á hinn almenni borgari ekki þess kost að hafa áhrif á hvaða menn skipa listana sem kosið er um, og sumstaðar fær lýðurinn ekki einu sinni að kjósa. Við ættum að fagna og virða þau mannréttindi sem prófkjör og frjálsar kosningar eru, í stað þess að láta umstangið fara svona rosalega í taugarnar á okkur. En frambjóðendur og menn þeirra verða samt að vanda til sinna verka, um það er ekki deilt.
Fyrirgefðu Simmi minn, ég hefði kannski bara átt að blogga á þetta í stað þess að fylla commentaboxið þitt með þessum þönkum.

8:54 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Þetta er reyndar efni í gott blogg, Hjörtur. En gott að fá þetta sjónarmið hingað inn líka. Ræddi við Bjarna Gauk í dag og hann ætlar að taka númerið hans sindra út svo hann fái frið í kringum kosningarnar. Svo virðist sem einhver samfylkingarmaður hafi verið með þetta númer fyrir nokkrum árum og það ekki verið uppfært rétt í samfylkingarskránni.

9:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur ekki verið að númerið hans Sindra sé skráð á kennitölu annars hvors foreldrisins?
Þannig er það alla vega hjá mínum börnum.
Og "mistökin" þá væntanlega ósköp eðlileg...

11:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sigmar.
sem boltakall nr.1 á Íslandi, hvernig má það vera að þú talir ekkert um þetta rugl að borga verði kellum sömu peninga og köllum fyrir að sparka bolta með landsliðinu ?


Djöfulsins karlremba er ég maður....ég bara skil ekkert í þessu ! Í blöðum er því blákalt haldið fram að KSÍ sé að brjóta jafnræðisreglu stj.skrá og mismuna konum með því að borga körlum meiri pening en konum fyrir að spila fótbolta , þ.e. landsleiki.

Lítum aðeins á nokkrar staðreyndir:

1.

Kvennafótbolti er ekki vinsæll á Íslandi - hann er álika vinsæll og "Boja" sem er spilað af nokkrum einstaklingum á Grænlandi !

2.

það er ÓKEYPIS á alla kvennaleiki í boltanum - þ.e. engar tekjur koma vegna aðgangseyris því ef það kostaði inná leikina myndi engin mæta og nenna að horfa á þetta. Þess vegna var gripið til þess að hafa þetta ókeypis....samt mæta álika margir og kusu Ástþór Magnússon í forsetakosningunum.

3.

Litlar sem engar sjónvarpstekjur koma frá kvennaboltanum - það borgar enginn fyrir efni sem enginn nennir að horfa á.

Niðurstaða:

Karlafótbolti er vinsæll.

Karlafótbolti skapar miklar tekjur vegna aðgangseyris og sjónvarpstekna.

Þess vegna getur KSÍ borgað körlum peninga fyrir vinnutap og ferðalaga.Konur fá líka pening en bara miklu minni því þeirra bolti er EKKI vinsæll og skapar ENGA peninga.Hvernig getur það verið brot á Stj.skrá að borga aðilum eftir því fé sem þeir afla ???Kv.

Karlremban !

11:34 f.h.  
Blogger Heklurnar said...

Þarf nokkuð að svara þessum manni?
-stella

12:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til Heklurnar:

Hvað er rangt við þetta vinan ? Kvennabolti skapar engar tekjur...af hverju er það réttlæti að við drengir verðum að greiða YKKUR peninga af OKKAR peningum sem við sköpum ?

Er þá ekki hægt með sömu rökum hægt að skikka karlmenn í atvinnumennsku til að greiða hluta af launum sínum til kvenna í atvinnumennsku ? Sama starf - sömu laun ?

Er þá ekki með sömu rökum hægt að skikka konur sem starfa sem fyrirsætur að greiða körlum hluta af sínum launum en þær fá eins og allir vita umtalsvert meira en kallar ? Sama starf - sömu laun ?


Hvaða rugl er þetta ???

Markaðurinn ræður.....kvennabolti skapar litlar tekjur og þær fá laun í samræmi við það....

í guðanna bænum ekki snúa þessu uppí eitthvað kynjamisrétti....er svo innilega ekkert svoleiðis....

bara einföld stærðfræði :-)

12:18 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Haha. Já pabbi, getur ekki verið að númerið hans Sindra sé skráð á númer foreldranna?
Mitt kannski líka, það skýrir þessi SMS frá Frjálslyndum...

1:33 e.h.  
Blogger Sprettur said...

Talandi um peninga í íþróttum. Dóttir mín 9 ára var sett í að ganga í hús og selja salernis- og eldhúspappír þar sem hún æfir körfubolta með Fjölni. Bjóst ég við að gróðinn færi í hennar vasa líkt og þegar SONUR minn æfði FÓTBOLTA með sama félagi. Ónei, hún fær tvo bíómiða fyrir vikið og meistaraflokkur Fjölnis hirðir afrakstur sölunnar. Þetta þykir mér drulluháttur af verstu gerð. Láta litlar stelpur safna peningum fyrir fullorðna karlmenn í boltaleik.

2:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]uk online casinos[/url] coincide the latest [url=http://www.casinolasvegass.com/]free casino[/url] manumitted no consign bonus at the foremost [url=http://www.baywatchcasino.com/]loosen casino
[/url].

12:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home