sunnudagur

Unga fólkið og stjórnmálamennirnir

Róbert Marshall debúteraði sem frambjóðandi í Silfrinu í dag. Hann verður vafalítið öðrum frambjóðendum skeinuhættur enda orðhákur og öflugur náungi. Hann fór þó pínulítið frammúr sér í þættinum þegar hann í fullri alvöru fagnaði ferskum straumum í Framsókn með því að kalla Bjarna Harðarson fulltrúa unga fólksins. Bjarni er vissulega með ferskari mönnum en hann er hinsvegar fæddur árið 1961! Bjarni er því á svipuðu reki og Þórhallur Gunnarsson og ég þekki það af persónulegri reynslu að það er lífeðlisfræðilega ómögulegt að nota hugtakið ungur yfir Þórhall. Þetta ólæsi Róberts á aldur fólks hefur þó þann kost að það eru sáralitlar líkur á að hann fari að bera brennivín í ólögráða ungmenni á kosningaskrifstofunni sinni...

16 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Bjarni er óneitanlega ungur af Framsóknarmanni að vera, þannig að þetta var ekki svo vitlaust...

11:52 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Hvaða bull er þetta í þér strákur. Nú hringi ég sko í Þórhall og læt hann skikka þig til að bera hjálminn góða í gegnum heilan Kastljósþátt. Hann er sko barnungur, fæddur 11.11.1963. Ekki er það verra að faðir hans er kollegi minn.
Í sumar var yngt upp í forystuliði Framsóknarflokksins og nýi formaðurinn hélt upp á sextugsafmælið skömmu eftir fundinn svo Bjarni Harðar er kornungur miðað við formanninn.
Þegar ég var tíu ára fannst mér allt fólk yfir þrítugt vera gamalmenni. Þú ert enn í sama fasa enda fæddur árið eftir að ég fékk bílprófið.
Með kveðjum, Anna litla í Árbænum

12:02 f.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

maður getur nú móðgast sko !!
ég er ung og fædd 1960 :p

8:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður!

9:30 f.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Þú ert heldur ekki ungur, gamli.

11:35 f.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Haha góður :)

1:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá ekki þáttinn en fann lítið bréfkorn til Róberts sem hægt er að lesa á blogginu mínu..


"plögg-plögg-plögg-plögg... eða þannig

2:12 e.h.  
Blogger Hjörtur Howser said...

Hey !!! Ertað segja að menn fæddir '61 séu --- ""GAMLIR"" --- !!!!

ég veit hvar þú átt heima, "vinur" !

Kv.
HH..

3:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

´61 árgangurinn er einn sá alvandaðasti sem um getur, gæðastimpill hreinlega.

þetta vita nú allir.

5:40 e.h.  
Blogger Einhver said...

Maður sér nú Zygmarr alltaf fyrir sér sem Simma-san rokkhund í klóm drekans. ;)

6:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður hættir ekki að leika sér vegna þess að maður er orðinn gamall.
Maður verður gamall vegna þess að maður hættir að leika sér.

Hver er hættur að leika sér?

7:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Greinir maður einhverja gremju í garð Róberts Marshalls? Henti hann kannski snjóbolta í þig þegar þið voruð litlir?

9:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

voðalega er þögn Þórhalls "Grey hair" þrúgandi hérna maður......

10:11 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Nei "einhver", hann kastaði ekki snjóbolta í mig þegar við vorum litlir. En hann stríðaði mér ógó mikið þegar við unnum saman á stöð tvö...

10:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er gott og gaman að vera gamall (f. 1965), miklu skemmtilegra en að vera einhver sauðvitlaus og vanþroskaður unglingur. Æskunni er sóað á þessa vitleysinga.

10:33 e.h.  
Blogger Franco said...

Good work, very nice blog. Seems you enjoy working with/ on the internet. And
if something like that even pays off well, it would be even better, woulnd't it?

I chose you because you convinced meby all the effort you put into it. That
really convinced me.
For further information please look up my site www-franco.blogspot.com Please get more information
on....see the video!

10:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home