sunnudagur

sitt lítið...

Orð dagsins á Þorsteinn Pálsson í leiðara fréttablaðsins í dag. Raðrökleysa. Mér finnst þetta orð verulega töff.

Reynir Traustason er öflugur maður og fær ritstjóri. En ég verð ekki beint vitstola af löngun í að lesa tímarit þegar ég sé hann ríðandi á hesti í miðbænum með trefil og hatt í sjónvarpsauglýsingu. Eða er tímaritið kannski nýr Eiðfaxi? Bíð spenntur eftir Ísafold. Af hverju auglýsir Styrmir aldrei moggann á línuskautum?

Sá í fréttum NFS uppúr Ísafold að Unnur Birna ætlar að kveðja sviðsljósið. Það gerir hún í forsíðuviðtali. Meikar sens!

9 Comments:

Blogger Kristín Alma said...

Hohoho.
Ég elska Unni Birnu.
Ég vil vera eins og hún

9:35 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Hahahaha, Kristín þú ert æðisleg:)

Ég lærði nýtt orð hjá Þórunni Hrefnu vinkonu minni um daginn. Ráptuðra. Virkilega skemmtilegt.

9:49 e.h.  
Blogger Grimur said...

Sá mikli meistari Lýður Árnason gerði auglýsingu Ísafoldar. Ekkert sem Lýður kemur nálægt er vont - það er allt skemmtilegt og gott. Meira að segja auglýsing hans fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Íslafirði í vor var góð.

10:41 e.h.  
Blogger DonPedro said...

Ég var alveg handviss um að RT hefði leikstýrt þessu sjálfur, þar til mér var bent á að Lýður ætti heiðurinn. Það verður erfitt að vinna til fagverðlauna á sama ári og þetta kemur út.

Myndarlegasti hestur samt.

11:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Raðrökleysa er töff orð, en voðalega var erfitt að lesa greinina eftir hann.

Hestar eru stolt Íslendinga, en fjáraustur Landbúnaðarráðherra í þá tómstund er undarleg.

9:51 f.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Raptudra og radrokleysa.

10:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lúður var prímus mótor í kartoffell músen hér áður það var ekkert voða flott.

10:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst ákveðið lyktrænt sens í að stilla RT upp í auglýsingu með hesti. jaðrar við að vera raðrökrænt.

1:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

(af því að RT er soldið sveitó með hattinn meina ég)

6:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home