laugardagur

Risastóra trúar og trúleysideilan

Mér hefur fundist fullrólegt andrúmsloftið á þessu bloggi síðustu daga. Það hefur verið óvenju lítið um skítkast, tuð og kverúlanta í kommentakerfinu mínu og er það ekki gott. Ég hef lesið af athygli umræður um trú og trúleysi á síðu snilldarpennans Davíðs Þórs Jónssonar, en uppúr kommentakerfinu hans flóir tuðið, misskilningurinn og reiðin í slíku magni að unaðslegt er að lesa. Fátt gerir fólk vanstilltara en umræða um trúmál og því eru þessi skrif óborganlega skemmtileg. Afstaða mín í þessari margslungnu deilu er djúp, fordómalaus og óheyrilega vel ígrunduð. Hún rúmast í stuttri setningu og hljóðar svo: trúaðir eru bjánar og trúlausir líka! Kommentakefið er opið, gjöriði svo vel...

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

af hefur maður ekki heyrt orð um þetta í pressunni...ótrúlegt ef satt er segi ég bara miðað við umræðuna um súperlaun bankastjóra....950 millur á rúml. 20 klst ???? Not bad....
http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=4939904&advtype=52&page=7

9:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvar er helv...hjálmurinn strumpur ? Mynd á síðuna þína ekki seinna en núna !!!

9:17 e.h.  
Blogger Hildigunnur said...

fólk er fíbbl.

10:39 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Drottinn blessi bloggið

11:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er trú?
Hvað er trúleysingi?
Hvað er fíbbl?

Með kveðju, trúlaust í kirjunnar skilningi, há-trúað í öðrum skilning, en sennilega fíbbl.
(:-)

1:06 f.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

amen

12:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lítið finnst mér leggjast fyrir kappann að ætla á kommentaveiðar hjá trúarofstækisliðinu.
Gísli

8:26 e.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Trúaðir og trúlausir eru fífl? Hmmm, þetta þýðir kannski að allir í heiminum sem eru kínverjar OG þeir sem eru EKKI kínverjar eru fífl líka?

S.s. Fólk er fífl?

Ekki vitlaus pæling...

7:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home