sunnudagur

Reiðhjólamaðurinn

Keypti mér hjól um helgina. Þrusugræja sem á að vera fararskjóti minn í vetur þegar ekki er hríðabylur og hraglandi. Vonandi að fleiri feti í mín fótspor og gefi skít í einkabílismann. Í fyrramálið verður jómfrúarferðin í vinnunna og ég vil því biðja ökumenn að sýna aðgæslu og tillitsemi þegar þeir sjá renglulegan reiðhjólamann á ferð með ljótasta hjálm sem fyrirfinnst í gervöllum geiminum. Svo mikil sjónmengun er af þessum hjálmi að ég held að það séu talsverðar líkur á að einhverjir ökumenn freistist til að keyra á mig af fagurfræðilegum ástæðum. Ég verð þó ekki hallærislegasti maðurinn í umferðinni á morgun ef Logi Bergmann asnast til að fara skeggjaður í vinnuna á þessu saumavélavélhjólavannabíi sem hann sýndi þjóðinni á síðum fréttablaðsins á dögunum. Annars má ég ekki vera að því að blogga mikið lengur því ég á eftir að flokka heimilissorpið og brjóta saman fjölnota innkaupapokann minn eftir velheppnaða búðarferð í Yggdrasill. Svo er aldrei að vita nema ég strauji mussuna mína og mótmæli heimsvæðingunni ef tími vinnst til. Pú á Bush.

14 Comments:

Blogger Kristín Alma said...

Líst mér á þig farmand!
Hefur tekið frumburðinn þér til fyrirmyndar, mættir gera það oftar.

9:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er antík, þarna úthverfaruslið þitt!

9:55 e.h.  
Blogger Þorbjörn said...

Blessaður skráðu þig í vistvernd í verki með Loga og hinum vinum þínum. Sérð ekki eftir því.

10:02 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Eina antíkin í þessu samhengi, Svanhildur mín, er eiginmaður þinn!

10:42 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Batnandi mönnum er best að lifa.
Hvenær ætlar þú svo að skipta um klúbb og halda með Halifaxhreppi eins og ég og Gísli Einarsson?

12:39 f.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Flott múv að skipta yfir á hjólið. Ég píndi mig í gegnum síðasta vetur á hjóli án nagladekkja og það tókst að mestu ágætlega. Reyndar hef ég ruddan göngustíg að heiman og upp í vinnu.

Ef vegalengdin er stutt (1-2 km) held ég að í heildina sé þetta minna mál en að vera á bíl (stæði + að skafa). Ef þú býrð í Kópavogi eða sunnan v. Efstaleiti, þá öfunda ég þig reyndar ekki af Háaleitisbrekkunni frá Borgó og uppeftir...

1:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Simmi ertu að grínast með þennan hrikalega hljálm!!!!!! Hver kaupir sér hjálm með spoiler?????

1:57 e.h.  
Blogger Einhver said...

Hann safnar í sig svo miklu lofti svona opinmynntur, másandi og blásandi, veitir ekki af spoiler til að halda honum niðri.

2:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú smellpassar í Forrest Gump 2 Sigmar með þennan hjálm...ekki spurning.

3:16 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Hvernig væri nú að þú settir inn mynd af þér á græjunni með þennan að því er virðist vera, fallega hjálm ??

3:42 e.h.  
Blogger Mwezi said...

Kanntu að prjóna og skrensubeygja? Það náttúrulega vegur upp á móti kellingarhjálmnum ef þú getur tekið svoleiðis tilþrif reglulega á leiðinni í vinnuna :)

4:34 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Engar áhyggjur gott fólk, Simmi mætir hress í laugardagsblaði FBL pósandi með hjálminn...ekki satt Sigmar?

Þú getur ekki verið minni maður en Logi;)

6:07 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Er það satt að nýja hjólið þitt sé af gerðinni Möwe sbr Möwe kvæði Þórarins Eldjárn?

12:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað segirðu um prófkjör VG í nóvember?

Mágkona þín

11:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home