mánudagur

Piss 103

Áður en þið lesið lengra vil ég vara ykkur við því að efni þessa pistils er ekki fyrir viðkvæma. Hann fjallar nefnilega um nútímalega list.

Ég hvet ykkur til að skoða þessa frétt sem Baldvin Þór Bergsson gerði. Hún er um nemendur sem gerðu vægast sagt óvenjulegt verkefni í Listaháskólanum. Þrír drengir í læknaslopp klipptu fyrst hárið af nakinni stúlku og verkefnið endaði með því að einn þeirra pissaði yfir stúlkuna.

Nú skal ég fúslega viðurkenna að ég er lítil listaspíra í mér. En úr því að þvaglát eru orðin sjálfsagður hluti námsefnisins í listaháskólanum get ég svosem játað að hafa átt nokkrar unaðsstundir með listagyðjunni inni á salerni. Hingað til hafa þær nú meira verið prívat og ekki hugsaðar sem djúpt innlegg í listasöguna. Í ljósi nýjustu frétta mun ég hinsvegar að sjálfsögðu reyna að fá þessar klósettferðir metnar til eininga í listaháskólanum. Mín akademíska hugsun á salerninu hefur reyndar aldrei ratað á það kúltúrstig að ég hafi klæðst læknaslopp eða migið á heimilisfólkið til menningarauka. En það er nú bara vegna þess að ég er úr Garðabænum og þekki ekki fínustu blæbrigði listarinnar.

Kommon!

Ég ekki hvort er sorglegra, þetta lið sem mígur á hvort annað í kennslustundum, eða skólastjórnendurnir sem þora ekki að koma opinberlega fram og benda fólki á að það sé enn við hæfi að hegða sér á siviliseraðan hátt. Við hvað eru menn hræddir? Að skilja ekki listina? Að vera úthrópaðir plebbar og menningaróvitar af því að þeir samþykkja ekki að nemendur spræni á hvern annan í tíma?

Og í guðanna bænum ekki misskilja mig. Úr því að nemendum listaháskólans er svona mikið mál, þá mega þeir mín vegna reyna það verklega á eigin skinni hvernig tilfinning það er að vera hlandskál eða bekken. En óneitanlega væri það skynsamlegra ef þeir eyddu frímínútunum í þessa vitleysu, því það er hollt í öllu skólastarfi að brúka kennslustundirnar í lærdóm. Þótt það sé kannski gamaldags.

Þetta minnir á listahátíðina fyrir nokkrum misserum sem sett var á Akureyri í beinni útsendingu sjónvarpsins. Þar mátti sjá ógurlega fansí listaverk á skjá þar sem maður skakaði pungnum á sér við drifskaft með lauk standandi útúr rassinum. Þessu metnaðarfulla verki var lýst svona í Mogganum: Greenman er blanda af manni og plöntu, hann er með lauka sem blómstra hægt og sígandi í munni og endaþarmi og lýsir myndbandið á mjög opinskáan hátt hvernig honum rís hold og síðan samræði hans við drifskaft skógvinnsluvélarinnar. Svo mörg voru þau orð.

Ég veit að ég er óttalega púkó en mér finnst gamla ævintýrið hans HC Andersen um nýju fötin keisarans alltaf vera besta listaverkið. Í ævintýrinu var það lítið barn sem benti á að keisarinn var ekki neinum fötum. Í nútímaútgáfunni dugir varla að benda á að keisarinn er ekki bara berrasaður. Því hann er líka hlandblautur og með lauk í rassgatinu!

48 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

hmmm.

skal vera fyrst til að samsinna því að ég sé lítið listrænt við svonalagað. En verð samt að vera sammála þessum pistli um fréttina.

11:30 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Þú ert nú meiri hallæristúttan, pabbi.

11:49 e.h.  
Blogger Einhver said...

Svona "lista"fólk fær að vaða uppi því sjálfskipaðir listaspekúlantar hylla það með orðavaðli og hreinu bulli sem bara það sjálft skilur. Nýju fötin keisarans eru sannmæli, eða kannski nýji sloppur keisarans.

1:10 f.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Þetta úthverfapakk....

1:26 f.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ég ætla bara að biðja Brynju Björk að vera ekki að blanda mér og öðru úthverfapakki inn í málið, enda er hún komin með ritstjórnarskrifstofu í úthverfi, aðeins í tíu mínútna göngufæri frá heimili mínu og sjö mínútna fjarlægð frá vinnunni minni.
Hún getur því sjálf verið miðbæjareitthvað ;)

2:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil trú því að honum hafi bara verið mál, þetta átti ekkert að vera partur af listinni, nema þetta hafi verið lyst.

7:16 f.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Ohhhh!!!

Er þetta nú orðið hið nýja "scandal of the week"?

Siríusslí, fólks!!!!

7:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og allt i bodi Isl. skattgreidanda.

9:28 f.h.  
Blogger asfdl said...

Æi mér þykir þetta óttalegur tepruskapur hjá ykkur.

Frekar vil ég sjá strák pissa yfir stelpu frekar en að sitja í tvo tíma undir farsa í Þjóðleikhúsinu.

10:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ganaga alltaf skrefinu lengra en næsti maður vegna þess að það hefur aldrei verið gert. þau eru í skóla núna en því miður eru þau ekki að læra neitt sem skaffar þeim þak yfir höfuðið eða salt í grautinn, enda vill enginn sjá þessa "list" nema einhverjir lista snobbarar sem eru nú ekkert voðalega merkilegur kynstofn.
En þau eru eflaust aðal gengið í skólanum í dag og njóta ómældrar virðingar samnemenda sinna og foreldrarnir eru stolt.
þetta hefur alltaf verið svona 90% af listamönnum í dag eru að reyna að vekja á sér athygli vegna þess að almenningur vill ekki sjá þessa list í dag. Enda ef við skoðum frægustu listmenn þjóðarinnar ( í huga þjóðarinnar ekki einhverra fréttatilkyninga frá ónefndum aðilium) eru málararar sem mála eðlilegar myndir

næstum því

10:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Algjörlega sammála Sigmari. Það er hægt að reyna að framandgera alla skapaða hluti. En svo er líka hægt að klámvæða allt og kalla það list. Þetta er álíka fáránlegt og segja að súludansararnir séu að dansa listdans og að drepa fólk á snufffilmu sé nú bara í þágu listarinnar. Það þorir enginn að segja neitt vegna þess að enginn vill vera tepra. En sorry, frekar vil ég vera kölluð tepra heldur en einfeldingur sem listaspírur í einhverjum skóla hlæja að vegna þess að þeim hefur tekist að telja manni trú um að það sé list að pissa út í loftið eða á aðra manneskju.

11:01 f.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Maður gúdderar nú ekki hvað sem er sko !

11:20 f.h.  
Blogger Davíð Þór said...

Á meðan til er fólk sem nennir að hneykslast á því að migið sé á fólk er full ástæða til að halda því áfram. Um leið og það hættir að ganga fram af plebbunum verður það tilgangslaust - ekki fyrr.

12:00 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Þú segir nokkuð Davíð. Ég var svo barnalegur að halda að þetta snérist um list - einhverskonar tjáningu - en ekki að pirra plebba einsog mig.

12:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef einmitt alltaf dáðst að því hvað listamenn landsins eru duglegir við að ögra áhorfandanum og kasta fram þessari djörfu hugleiðingu; "Hvað er list?" Um leið eru þeir að reyna á þanþol formsins og já! ganga enn lengra og neyða áhorfandann til þess að taka afstöðu - þeir brjóta óhræddir upp staðnað formið - og hrista upp í þjóðfélaginu - ögra hefðbundnum gildum og krefjast þess af okkur að við svörum þeirri grundvallarspurningu; hvað er það að vera manneskja! Hér er eg til dæmis með listaverkefni í höndunum þar sem limur karlmannsins rís sem sjálflægt reðurtákn yfir ásjónu fjallkonunnar og frjótt sæði listamannsins úðast yfir svörð og ásjónu...ehh..hmm? Nei, ég er reyndar að fatta að þetta tiltekna blað heitir víst Bleikt og blátt en sko, þetta er samt rosalega listrænt, ef það væri bara í öðru samhengi, t.d. í Klink og bank eða í Listó eða þannig. Þannig að ég stend við fyrri yfirlýsingar og greiningar mínar. Föt keisarans eru fallega ofin og einstaklega vel saumuð. Og þau ganga ögrandi á svig við heðbundin gildi samfélagsins og fá mig til að hugleiða þessa stóru spurningu sem hefur aldrei verið sett fram áður - hvað er list? Og ekki síður, hvar eru þessi helvítis eyðublöð fyrir listasjóðina sem ég á rétt á að fá úthlutað úr?

12:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Súrealískasta listaverk sem ég hef séð var í litlum hliðarsýningarsal á veitingastaðnum Torfunni (sem eitt sinn var til) Þar sem ég gekk um salinn og spáði og spekúleraði í þessari nýlist flæktist blár tvinni allt í einu í nefinu á mér. Ég bakkaði 2 skref og sá að úr loftinu hékk blár tvinni og á gólfinu var merkimiði með nafni listamannsins og númeri og nafn verksins "Á BLÁÞRÆÐI" Bara frumlegt.

12:53 e.h.  
Blogger Símon Birgisson said...

Á ekki skóli að vera staðurinn sem fólk gerir tilraunir og prufar sig áfram. Það er ómetanlegt að fá að gera mistök. Þegar út í bransann er komið eru tækifærin til að gera mistök mun færri. Annars hvet ég fólk til að kíkja í Þjóðleikhúsið ef það vill sjá Nýju fötin keisarans. Eða að horfa á Kastljósið ef því er að skipta...

kv. Símon Birgisson, nemandi í Fræði og framkvæmd.

4:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er Kastljós sem sagt Nýju fötin keisarans í þessari líkingu þinni? Eru berin súr Símon? Þú sem hefur sýnt það með þinni framgöngu að þú ert með andlit fyrir útvarp og rödd fyrir dagblað, og gleði þín yfir skólaflippi minnir mann einmitt á að þú hefur sýnt siðferðisþroska sem sæmir óháðu og alveg "rosalega sjokkerandi" skólablaði.

4:12 e.h.  
Blogger asfdl said...

Er enginn búinn að tala við Egil Sæbjörns út af þessu máli?

4:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ég held að NFS muni sanna sig í vetur þegar kosningar nálgast og flokksþing hefjast. Pólitík er klárlega sterkasti liður NFS."
Þetta er af bloggi Símonar Birgissonar. Einmitt, Símon.

4:25 e.h.  
Blogger Davíð Þór said...

Fyrirgefðu, Simmi minn. Ég ætlaði nú ekki að móðga þig. Ég meinti bara ... pældu í því hvað lífið væri litlaust og leiðinlegt ef maður fengi aldrei svona stórskemmtilegar fréttir eins og þessa til að lífga upp á tilveruna. Athæfið var þess virði að vera gert þótt ekki væri nema til þess að svona snilldarfréttamennska liti dagsins ljós ... og pældu í allri þeirri skapandi og gagnrýnu hugsun sem farið hefur fram á þessu vefsvæði þínu í kjölfarið. Heimurinn hefði farið á mis við þetta allt ef ekki væri fyrir þessa fínu pisseríslist unga fólksins.

5:10 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Davíð. Þetta kom ekki við kaunin á mér, ég er þvert á móti stoltur yfir því að vera svo mikill plebbi að skilja ekki pisseríslistina.

6:07 e.h.  
Blogger Gummi Erlings said...

Simmi minn, ég held að þetta sé ekki spurning um að skilja eitt eða neitt. Persónulega finnst mér þetta fremur heimskulegt athæfi og vitna í Laurence Olivier: "Why can't they just act?" En málið er að fréttin var illa unnin og bjánaleg í alla staði þar sem fréttamaðurinn leyfði sinni innri kellingu að taka yfir með allri þeirri vandlætingu og hneykslan sem því fylgir í stað þess að flytja bara fréttina. Svo virtist hann ganga með þá skrýtnu hugmynd í kollinum að fullorðið fólk þyrfti eitthvað pungapróf til að fá að pissa yfir hvert annað. Þetta var vond fréttamennska.

6:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búin að garga úr hlátri. Takk fyrir pistilinn. Guð, hvað það er gott að hlæja!!

7:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hættur. Gangi ykkur flestum vel.

7:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hvers er listin yfirhöfuð? Kannski til að búa til hinn siðmenntaða ramma og neyða ykkur til að ákveða hvað ykkur líkar og hvað ekki. Við höfum ekki hugmynd um hvað gekk á í leikritinu og til hvers var migið. Fréttamaðurinn lét alveg vera að reyna að skýra það heldur setti sig í móralskar stellingar og hneykslaðist. Kannski var tilgangurinn með þessu enginn, veit það ekki en listin hefur alltaf leitast við að ganga lengra og leita á ókunnug mið. Það sem ykkur finnst „rétt og falleg“ list í dag, gerði fólk snarvitlaust fyrir ekki svo löngu síðan. Í listnámi fara nemendur oft að mörkum þess sem þeir telja sig geta þolað, stundum jafnvel yfir það. Þetta er þekkt fyrirbæri og veldur mikilli sjálfskoðun sem er öllum nauðsynleg sem telja sig hafa eitthvað fram að færa í listum.

10:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þessi anonymous fer í mig...ég er aldrei sammála orði sem frá því kemur. Auk þess er óþolandi þegar fólk kvittar ekki undir kommentin sín.

11:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, þetta er alveg rétt hjá þér nafni!

11:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Allir kettir eru spendýr þess vegna eru öll spendýr kettir.

Þetta eru nákvæmlega jafngild rök eins og þau að vegna þess að framsækin list hefur stundum gengið fram af fólki þá hljóti allt sem gengur fram af fólki að vera framsækin list.

7:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Með dæmið um köttinn hér að framan, hvað ef sumum fyndist kötturinn alls ekki vera köttur, heldur ljón? Síðan yrði rifist endalaust um það hvaða spendýr þetta væri, köttur eða ljón. Manneskjan hefur alltaf verið að reyna á skilningavitin og á seinni tímum hefur það kallast list. Mér persónulega finnst listin nú á dögum snúast um ljótleika og það að ganga fram af fólki. Líklega speglar hún einfaldlega samtímann.

10:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Einn af þessum "flottu" listamönnum heitir Símon Birgisson, fyrrverandi stjörnublaðamaður og réttnefndur kamar íslenskrar blaðamennsku...

10:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að segja að mér finnst gífurlega óþroskuð sú umræða sem hér á sér stað. Þar er gengið út frá fordómalituðum flutningi á getgátum um viðburð frá manneskju sem var ekki einu sinni á staðnum, einn þáttur atriðis sem, ef ég las rétt, var hluti af lokuðum tíma sem fjallaði um ljótleika, var dreginn út og blásinn upp út úr samhengi. Og svo er látið eins og þetta séu óþroskaðir krakkabjánar en litið framhjá þeirri staðreynd að þetta eru fullorðnir háskólanemendur sem eru á námsbraut sem á að rannsaka leiklistina og mörk hennar. Útfrá þessum forsendum er síðan verið að leggja sleggjudóma um þetta fólk.

Fyndnust finnst mér samt kommentin um að þetta sé vonlaust listapakk sem sé að leita að athygli með að fá svona í fréttirnar. Eruð þið búin að gleyma partinum þar sem þetta var lokaður tími? Og rannsóknarverkefni? Og ef þau væru að leita að athygli, væru þau þá ekki löngu búin að láta vita af þessu atriði? Gerðist þetta ekki fyrir mánuði? Hefðu þau ekki auglýst þetta?

Og lesið það sem t.d. Símon sagði hér fyrir ofan, þó að þetta sé Símon sem vann á DV, í staðinn fyrir að hrauna yfir það sem maðurinn gerði einhvern tíma, án þess að veita því athygli hvað það er sem hann segir. Og áfram Davíð Þór! Berjumst við plebbana!

10:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki skrýtið að Símon skuli mæla þessu bót - ÞAÐ VAR SÍMON SEM MEIG Á STELPUNA!!!

11:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ummm, nú er bara að toppa þetta!
Þetta er greinilega keppni hver nær að vekja á sér sem mestri athygli og hneyksla.
Nú er bara að maka saur í andlitið á sér, sleikja uxaeistu og fæða emúa-egg og volá...LIST

11:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er plebbi eins og Sigmar og stolt af því. Mér finnst líka alltaf hrikalega ódýrt þegar listafólk heldur að það sé "framsækið", "ögri viðteknum gildum", og "vekji upp spurningar um listina og lífið" með því að nota líkamsvessa og klám.

Það er akkúrat ekkert nýtt við svoleiðis "tjáningu". Við höfum séð endalausa röð af listafólki reyna ná eyrum og augum annarra með svoleiðis trixum en á endanum er kúkur bara kúkur og piss bara piss. Illa lyktandi og ógeðslegt og breytir í engu gildismati eða viðhorfi manns til lífsins né vekur upp spurningar aðrar en þær hvort viðkomandi listamaður hafi virkilega ekki hæfileika til að ná fram markmiðum sínum á annan og frumlegri hátt.

11:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ibba. Er þetta fólk að reyna að ná athygli þinni? Mér sýnist ekki. Veistu hvað gerðist í raun og veru? Ég held ekki. Farðu þá ekki að væla, ef þú veist ekki hverju þú ert að væla yfir. Rífstu þá frekar út í fólk sem auglýsir viðburði sem þessa, því þeir eru til. Þetta gerðist í lokuðum tíma í rannsóknarverkefni í ljótleika. Ef þetta fólk væri að leita að athygli, værum við þá ekki búin að sjá kastljósviðtöl og forsíðugreinar í Fréttablaðinu? Nógur áhugi virðist vera hjá fjölmiðlum að ná umfjöllun um þetta.

Nú ákvað ég að lesa mér pínulítið til, og sá áhugaverða setningu, lauslega yfirfærða á íslensku um grotesque: "Niðurbrot banna og fjarlæging æðri gilda, þannig að allir hlutir eru færðir niður á jafnt líkamlegt stig."

Ég ætla ekki að dæma um þetta atriði, því ég veit ekki hver hinn raunverulegi sannleikur er, en hann kemur ekki fram með sleggjudómum útfrá lauslegum vangaveltum. Persónulega finnst mér piss í sjálfu sér ekkert of aðlaðandi, en verri hlutir eru gerðir við skattpeningana okkar daglega, sjá www.althingi.is

11:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ, bara að blessuð listabörnin hlandbrenni nú ekki…

11:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En svo gripið sé til lista- og menningarsögunnar til að skýra umræddan atburð í hinum virðulega listakskóla þá var þetta líklega gerningur af því tagi sem mætti fella undir „þjóðlega þvaglist“ sbr. eftirfarandi húsgangsvísu ævagamla:

Presturinn í stólinn sté
stökk hann síðan út og mé.
Allt fólkið óð í hné
og eitt sveinbarn drukknaðe.

12:01 e.h.  
Blogger Hjörtur Howser said...

Sigmar !!! Þú mátt alls ekki nefna "Nýju fötin keisarans"...


Kv.
HH..

1:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg rétt, piss er bara piss og ekkert annað. Þetta með að segja að maður miskilur listina er bara bull. Það eru þessir svokölluðu listamenn sem eru að misskilja listina! Hvaða vitleysingu var það í byrjun sem hélt að hinn ,,almenni borgari" ætti ekki að skilja neitt í því sem menn eru að gera. þetta er bara fáránlegt. Tími til komin að koma með hæfileikaríkt fólk aftur inn í listabransann. takk fyrir. Já og eitt annað, klám er bara klám. Það er ekkert flóknara en það. Ég veit ekki hver eiginlega í Listaháskólanum datt á hausinn og hélt allt í einu að klám væri list. Nota heilann folks.

1:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jón, ekki missa þig alveg. Ég sé hvergi í kommenti mínu minnst sérstaklega á fólkið sem tók þátt í umræddu atviki í kennslustofunni. Enda, eins og þú segir, var ég ekki þar og veit ekki meir. Er samt á þeirri skoðun að líkamsvessar og klám séu ódýr leið til að ná fram einhverjum hughrifum hjá þeim er listar njóta.

3:32 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Hmm hvaða áfangi kemur svo á eftir Piss 103 ??

4:04 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Piss piss og pelamál
púðursykur og króna
þegar mér er mikið mál
pissa ég bara í skóna. (eða á annað fólk)

Eða eitthvað.

5:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Simmi, þeir hefðu átt að kenna okkur meira um svona hlandlist í gryfjunni í Garðaskóla í denn :S
Ætla rétt að vona að Garðabær taki sig á í að fræða þessa sveitalúða!

10:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

get ekki beðið eftir spaugstofunni á laugardaginn

12:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Shit skattpeningarnir mínir fara í það að niðurgreiða þetta nám. Er það skýtið að maður velti fyrir sér að fara bara í svarta vinnu?

7:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vegna ekki:)

12:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mjog ahugavert, takk

12:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home