fimmtudagur

Njósnir

Allt þetta leyniþjónustu og hleranatal hefur gert mig alveg svakalega paranoid. Ég heyri fótatak fyrir utan gluggann minn á nóttunni og ég er ekki frá því að á öll mín símtöl sé hlustað. Þessar spæjaraaðfarir vekja ugg í mínu brjósti og ég er órólegur í hjartanu mínu þegar ég halla höfði á kodda að kveldi. Verst finnst mér þó að vera nakinn og berskjaldaður gagnvart þeirri hrollvekjandi tilfinningu að einhver sé að stelast til að lesa bloggið mitt.

21 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, segðu!

Örugglega agalegt fyrir þig að fatta allt í einu að 116337 manns hafa lesið bloggið þitt.

11:22 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Prófaðu að skoða IP töluna þeirra og kannaðu hvort ekki sé einhver frá Tölvumiðstöð Dómsmálaráðuneytisins.
Eða frá mér?

12:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fjandinn, nú verð ég að plaffa þig. Sveipi svo Önnu með mér í kjarnorkuknúna ísjakanum mínum.
The End.

12:48 f.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

eru mennirnir í svörtu fötunum frá BB komnir í garðinn hjá þér líka með stjörnukíkja og labbrabbtæki ?
mínir eru með 2 niðursuðu dósir og band á milli,verst fólk er alltaf að detta um þetta svo er skrítinn skruðningur í símaanum mínum örugglega norska löggann eð hlera eru þeir ekki aðal vinir BB? eftir að bush sagði honum uppÐ

7:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er full ástæða að paranojast...

Eflaust telja margir Jón Baldvin "ruglaðan" fyrir að segja frá einhverju
alheims-njósnakerfi Bandaríkjanna.


Þetta kerfi er hins vegar staðreynd og gífurlega umdeilt.

hef lesið margt um þetta kerfi í erlendum fræðiritum og er ég bjó erlendis var
sagt frá því að það hefði verið notað til að tryggja verulega viðskiptasamninga
sem evrópubúar töpuðu þar sem USA vissi allt um tilboð Evrópubúa etc...

Þú getur googlað nafnið á kerfinu en hér er það....
http://en.wikipedia.org/wiki/ECHELON

8:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kerfið heitir ECHELON og það vita allir í erlendum stjórnkerfum um þetta kerfi:

ECHELON is a name used to describe a highly secretive world-wide signals intelligence and analysis network run by the UKUSA Community (otherwise described as the "Anglo-Saxon alliance") that has been reported by a number of sources including, in 2001, a committee of the European Parliament (EP report[1]). According to some sources ECHELON can capture radio and satellite communications, telephone calls, faxes, e-mails and other data streams nearly anywhere in the world and includes computer automated analysis and sorting of intercepts

8:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu viss um að þetta sé bara paranoja?
Múhahahahahah

10:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hélt að blokkirnar í Salahverfinu væru í skýjakljúfastærð og var búin að ímynda mér ykkur fjölskylduna á 15. hæð, ekki jarðhæð! Má eiginlega segja að þetta séu huglægar njósnir í mínu tilfelli!
unz

11:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://en.wikipedia.org/wiki/Carnivore_(FBI)

Tól sem FBI menn mættu með og settu í samband innan kerfis internetþjónustuaðila víða um USA.

Þeim fylgdi dómsúrskurður um heimild til uppsetningar búnaðarins og blátt bann við nokkrum afskiptum starfsmanna internetþjónustunnar.

Framhald slíkra aðgerða má sjá í nýlegu máli hjá AT&T sem Mark Klein starfmaður A&T blés í flautu út af.

http://www.wired.com/news/technology/0,70621-0.html

Búnaðurinn sem þarna var notaður er frá Narus, sem státa sig af því á heimasíðu sinni að geta raðað saman allri internettraffík ákveðinnar tölvu á netinu sem búnaðurinn er settur innan hjá, og þar með endurgert allar heimasíður, allan tölvupóst, MSN spjall, í raun allt sem þessi tölva sendir og sækir.

http://www.narus.com/products/intercept.html

Á heimasíðunni er talað um búnað sem fyrirtæki setja upp á innanhúsnetinu til að fylgjast með netnotkun starfsmanna.

Skjölin frá Mark Klein sýna að Narus búnaðurinn sem NSA setti upp hjá AT&T var af allt öðrum stærðargráðum.
Í tilfelli AT&T var búnaðurinn settur upp í einum af aðalmiðstöðvum allrar Internetumferðar sem AT&T þjónar og þar með stór hluti Internetumferðar innan bandaríkjanna, og til og frá bandarikunum sem liggur undir.

11:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jón Baldvin hitti naglann á höfuðið því þetta njósnakerfi USA hefur einnig verið misnotað segja menn í viðskiptum......traustasta fréttastofa heims, BBC birti grein um þetta á sínum tíma sem hét "Big Brother without a cause" og má finna hérna:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/820758.stm

PS: Ratsjárstöðvar USA eru enn hérna ekki satt ??


PPS: Soldið fyndið að aldrei hafi verið fjallað um þetta kerfi USA í Íslenskunni pressunni.....

11:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og ekki má gleyma þessari frétt BBC líka um þetta mjög svo umfangsmikla njósnakerfi:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/503224.stm

11:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Miðað við að 1) hér var herstöð og Ísland mikilvægasti hlekkurinn í hinu svokallaða GIUK hliði sem fylgdist með kafbátum, siglingum og flugumferð Sovét í þessum heimshluta, 2) hér var aðeins ein símstöð sem sá um öll símtöl til og frá útlöndum, má þá ætla að Echelon búnaður hafi verið settur upp inni í útlandasímstöðinni ?

Og þægilegt til að sleppa því, eða hvað ?

12:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Áhugaverður punktur að ofan varðandi hvort Echelon hafi getað verið sett upp á Íslandi...en sé haft í huga þá miklu virðingu og vináttu sem einkennt hefur allt samband USA við Ísland má telja það algerlega útilokað því eins og allir vita mundu Bandaríkjamenn aldrei gera slíkt nema tilkynna íslendingum slíkt enda hafa þeir alltaf komið fram af nærgætni og kurteisi í öllum samskiptum við okkur....

Hmmmmmmmmm...............voru það ekki einmitt starfsmenn bandaríska sendiráðsins sem athuguðu síma ráðherrana skv. Dabba Odds ???

Þetta er orðið býsna skemmtilegt mál bara...dapurleg lesningin að ofan hvernig þeir stálu 6 Billjon dollara samningi af Airbus til Boeings flugvélaverksmiðjanna með því að nota njósnakerfið til að hlera tilboð Evrópu í gegnum Airbus.

En Boeing er jú í USA....og fékk samninginn.....hmmmmmmmmmmmmmm

12:23 e.h.  
Blogger Sprettur said...

Svaðaleg framleiðsla er þetta hjá Anonymous.

3:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi "anomos" er KGB agent...Echelon er ekki til !

Verið að skapa sundurþykki milli Íslendinga og USA....

3:38 e.h.  
Blogger Smali said...

Annars væri það örugglega verra fyrir pólitíkusa að átta sig allt í einu á því að enginn væri að hlusta á þá...

4:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitthvað fyrir Kastljósið að moða úr ekki satt Sigmar!?

5:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og her kemur frétt BBC um hvernig USA misnotar þetta magnaða Echelon kerfi...en auðvitað er þetta kerfi ekkert notað á Írlandi...ég meina Íslandi....


http://news.bbc.co.uk/2/hi/654394.stm

6:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég get sagt þér það, Sigmar, að frændi vinar míns er búinn að vinna í 30 ár hjá Símanum og hann sagði okkur síminn hjá Davíð hefði LÍKA verið HLERAÐUR. Finnst þér þetta ekki AGALEGT ??

9:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef gaman af að lesa bloggið þitt.. enn skemmtilegra fannst mér að heyra í Gísla Marteini í viðtali í dag.... Ég geri ráð fyrir að þú sért með ágætis greind, miða við :-) og spyr því: Heyrðir þú svar Cia Íslands við fyrirspurn um hvort það væru enn njósnir (á þingi)?..
Kveðja Forvitinn lesandi........

10:35 e.h.  
Blogger Egill Ó said...

Ég myndi kommenta hérna en ég er bara alveg viss um að ef að Björn Bjarna myndi ekki njósna um mig þá myndi Echelon gera það

3:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home