þriðjudagur

Lazer Cyclone

Maður lifandi hvað reiðhjólalúkkið hefur slegið í gegn á mínum góða vinnustað. Fólk snýr sér nánast úr hálslið þegar ég spranga framhjá með straumlínulaga Lazer Cyclone hjálminn á hausnum, ennisbandið og reiðhjólateygjuna. Ég fíla mig einsog poppstjörnu þegar glápið fer fram úr hófi, enda skín fölskvalaus aðdáun úr hverju auga. Nema úr glyrnum Þórhalls Gunnarssonar. Úr þeim skín öfund enda á hann ekki svona hátísku höfuðprýði. Öfundina felur hann reyndar undir skikkju fagmennskunnar því hann heldur því blákalt fram að hjálmurinn minn fíni dragi úr trúverðugleika mínum sem fréttamanns og þar með Kastljóssins. Ég er reyndar ósammála þar sem tignarlegra höfuðfat er vandfundið. Þessi harkalegu viðbrögð ritstjórans benda eindregið til þess að ég fái ekki að vera með hjálminn í útsendingu, sem er óskiljanlegt í ljósi þess að umsjónarmenn kastljóssins hafa sést í púkalegri múnderíngum, svona í einlægni sagt. En til að friða ritstjórann, og vernda eigin trúverðugleika, hef ég ákveðið að merkja hjálminn. Á honum mun standa “Ísland í dag”.

26 Comments:

Blogger Atli said...

Stjórnandi bloggs hefur fjarlægt þessi ummæli.

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil sjá hjálminn í beinni. Ég er tilbúinn að reiða fram þúsund krónur og gefa í þínu nafni til góðgerðarsamtaka að þínu vali ef lætur verða að því!

12:56 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Pabbi, ef þú setur mynd af þér með hjálminn innan í internetið, þá gætirðu hugsanlega orðið einu barni fátækari.

1:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Í beina með hjálminn - legg aðrar þúsund krónur í púkkið til sömu góðgerðasamtaka!
- æ

1:37 e.h.  
Blogger Unknown said...

Hjálminn í sjónvarpið, annars ertu hæna

2:22 e.h.  
Blogger DonPedro said...

ég á NFS límmiða, lítið notaðan...

3:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Man or a mouse ?

Hjálminn á netið og hananú !

4:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú bara verður að leyfa okkur sem fylgjumst með og erum dyggir aðdáendur að sjá hjálminn....plís

4:50 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Legg í púkkið frímiða leik á KF Nörd og FH !!!!
Koma svo frændi, leyfðu okkur að njóta líka ;)

7:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Simmi!
Þú ert snillingur! Rakst inn á síðuna þína og er búin að sitja flissandi síðan :-) Skil vel komment Kristínar Ölmu en þar sem ég hef engra hagsmuna að gæta þá tek ég undir með þeim hinum sem vilja ólmir sjá hjálminn :-)

8:22 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Ekki hlusta á þau!
Þau eru bjánar.

8:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skil sjónarmið dóttur þinnar en þjóðin vill að Ríkissjónvarpið sé duglegra að sýna ódýrt íslenskt skemmtilefni þannig að ég segi: Hjálminn í sjónvarpið!

10:28 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

ég krefst þess að þú mætir í Kastljósið á miðvikudagskvöldið með hjálminn á höfðinu rétt eins og kóngur með kórónu. Þannig sýni þú Þórhalli svart á hvítu að hallarbylting er í nánd!

11:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nokkuð hugsi yfir þessum skilaboðum sem Simmi ætlar að merkja hjálminn góða með, "Ísland í dag". Eru þetta dulin skilaboð um að Simmi sé að fara yfir til Stöðvar 2 til að sjá um Ísland í dag?

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nokkuð hugsi yfir þessum skilaboðum sem Simmi ætlar að merkja hjálminn góða með, "Ísland í dag". Eru þetta dulin skilaboð um að Simmi sé að fara yfir til Stöðvar 2 til að sjá um Ísland í dag?

12:20 f.h.  
Blogger Sprettur said...

Tek undir með hinum og heimta hjálminn í Kastljósið, merktan Íslandi í dag að sjálfsögðu :)

8:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verst var að missa Eyrúnu og Kristján úr Kastljósinu....bæði klár og ekki of upptekin af sjálfum sér...

9:28 f.h.  
Blogger Kristin Bjorg said...

Umferðarstofa hér - þú ert ofurtöff og karlmannlegur með hjálm. Hvernig heldur þú að hefði farið fyrir Betubaun þegar hún datt af hjólinu ef hún hefði ekki verið með hjálm!!!Öryggið á heilann!

11:12 f.h.  
Blogger Mwezi said...

Dætur eru stórlega ofmetið fyrirbæri. Dúndraðu mynd af þér með hjálminn á netið sem fyrst! Helst vídjói af þér að hjóla inná youtube líka...

1:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég set 10.000 kall í gott málefni að þínu vali, setir þú hjálminn upp í Kastljósinu...

1:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjálminn í Kastljósið!

3:47 e.h.  
Blogger Sprettur said...

Gerir "anonymous" sér ekki grein fyrir því að hvorki Kristján né Eyrún koma þessari háfleygu hjálmaumræðu neitt við. Hver á líka að vera upptekinn af manni ef ekki maður sjálfur....ma´r bara spyr!!

3:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

stattu við stóru orðin og mættu með hjálminn. sminkurnar gætu málað hann húðlitan ef þú ert feiminn...

hjálmar eru vinir okkar.

4:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki lengur Internet í kórsölum?

Bloggaðu maður!!

3:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll. Ég er nágranni þinn í Sölunum. Ég vil bara segja þér að á fundi í gær - hjá Hverfissamtökum Salahverfis spruttust upp miklar umræður um hjálminn og ertu vinsamlegast beðinn um að taka hjáleið í gegnum Breiðholtið með þennan ljóta hjálm.

Einnig spruttust upp umræður hvort að þú þurfir hjálm? Hvað ertu í raun að vernda?

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Prófkjör hjá VG - í nýstraujaðri mussu með hjálm - ekki spurning!

12:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home