miðvikudagur

Kurteisislegu hatursbréfin

Það eru margar kurteisisvenjur sem ég skil ekki. Enda er ég almennt talin dónalegur drumbur. Ég hef til að mynda aldrei skilið af hverju bréfritarar enda bréf sín með orðinu “virðingarfyllst” þegar augljóst er að þeir bera ekki nokkra virðingu fyrir viðtakandanum. Dæmi um þetta er bréf Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til Jóns HB Snorrasonar sem birt er hér. Nú ætla ég ekki að hætta mér í það fúla fen að tala um efnisatriði Baugsmálsins, en það dylst engum að litlir kærleikar eru þarna á milli. Samt enda bréfin á milli aðila alltaf á þessu jákvæða orði “virðingarfyllst” sem er yfirleitt í hrópandi mótsögn við efnið. Hvernig væri nú ef Baugsmenn og lögregla þróuðu áfram þennan einkennilega stíl sem er á bréfunum. Það yrði amk skemmtilegra lesefni fyrir almenning, sem vegna langvinnra leiðinda málsins er einnig orðin fórnarlamb. Þá væru kurteisislegu hatursbréfin einhvern veginn svona:

Kæri ofsækjari, Jón HB Snorrason.

Þér eruð bjáni. Embættisfærslur yðar eru ömurlegar og þér eruð hundur í bandi stjórnmálamanna. Ofsóknir yðar eru geðsjúklega hallærislegar og þér eruð blettur á réttarvörslu kerfi voru. Vér erum saklausir.

Virðingarfyllst,
Jón Ásgeir Jóhannesson


Saksóknari svarar:

Æruverðugi glæpon, Jón Ásgeir Jóhannesson

Þér eruð þjófur og skattsvikari. Ef vér náum yður ekki fyrir efnahagsbrot eða skattsvik, þá riggum vér upp stöðumælasektum til að koma yður bak við lás og slá, þarna vínberjaokrarinn yðar. Þér ættuð að skammast yðar. Davíð biður ekki að heilsa. Fífl.

Virðingarfyllst.
Jón HB Snorrason

19 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bjáni :o)
- en sem betur fer fyndinn bjáni...
Með vinsemd og virðingu
Svanhildur

3:29 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Ég jáa Svanhildi.

Háæruverðugast.

Brynja.

4:23 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

jæja gamli minn :)

5:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi síða er komin á "þegar ég er í súru skapi og langar að kætast" listann minn.

8:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

settu nu teljara a siduna tina og flyttu tig a mbl blog......en eg á moggann nuna

8:51 e.h.  
Blogger Ragnheiður said...

Hvernig hljómar "með viðeigandi virðingu" ?

10:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Zymmy hefur þér einhverntíman fundist þú getað flogið?

10:36 e.h.  
Blogger Einhver said...

ROFLMAO!! Þú færð mig til að hósta snakkinu um allt. :D

11:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eru „Vertu velkomin(n)“ upphafsorðin í viðtölum í Kastljósi alltaf einlæg?

9:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er sammála sveitungi mínum úr Garðabænum...maður líttu þér nær :)

9:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Finnst þetta ekki sambærilegt, velkomin(n) eða virðingarfyllst. Viðkomandi er jú boðaður í Kastjós þáttinn. En þér eruð mjög fyndnir!

9:53 f.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Hahahah snilld eins og ávallt frændi kær :)

11:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eitt sinn sagði virðulegur maður við mig, með vingjarnlegum róm: "haldið þér náttúrlega kjafti ungfrú góð."

vissi aldrei almennilega hver réttu viðbrögðin væru við þessu...en þagnaði þó í a.m.k. 5 sekúndur

3:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahahah þú ert alveg magnaður. Ég er byrjuð að horfa á þig í sjónvarpinu bara af því bloggið þitt er svo fyndið..

Með mikilli virðingu
Íris

4:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til andskotans allt er að fara,
Ísa á landi.
OG HB, held ég sé bara,
-Hundur í bandi-!

M.

9:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sómamaður nokkur, löngu látinn, bað annan mann vinsamlegast um að snæða óhreinindi. Þetta var ekki tilraun til fyndni. Hann treysti sér bara ekki til að kveða fastar að orði.

9:12 e.h.  
Blogger Hjörtur Howser said...

Ég þurfti einu sinni að enda bréf á "með þeirri virðingu sem umræðan gefur tilefni til, - yðar xxx"

En ég var líka óvenju fúll þann daginn.

Kv.
HH..

1:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ozz líkar zkrif izz...

Virðíngarfyllzt ...


Z.

10:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það kitlar reyndar alltaf mínar fínustu hláturtaugar þegar þáttastjórnandi kveður með orðunum "Takk fyrir komuna", og viðmælandinn svarar "sömuleiðis"

3:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home