föstudagur

Hoho

Ég hef haft mörg orð um þennan ljóta reiðhjólahjálm sem ég þarf að nota til að vera gjaldgengur í umferðinni. Fátt kúl við hann, svona útlitslega séð. Það sættast allir á að hjálmurinn er mikilvægt öryggistæki en auðvitað verður maður fyrir einelti með þessi ósköp á hausnum. En það er skrítið að fá yfir sig einhverjar pillur frá hestafólki, líkt og ég hef upplifið. Ég er nefnilega óskaplega hamingjusamur yfir því að vera ekki með hestadellu því hjálmarnir sem hestamenn nota eru viðbjóður. Buxurnar og stígvélin eru absúrd og svo jaðrar það við ónáttúru að þurfa nota písk við ástundun áhugamáls. Hestamennska er því eitt einkennilegasta sport sem til er, því í raun og veru er fólk að klæða sig einsog fífl til þess eins að lykta einsog tað þegar heim er komið!

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Líkar þér illa við mig líka?

Hrossið

4:10 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ég þekki þó nokkuð af fólki sem er með svipur að áhugamáli og fær kikk út úr því að vera lamið með písknum.

8:30 e.h.  
Blogger Hallgrímur said...

Maður hefur bara ekkert séð þig með hjálminn á göngu RÚV. Verð sífellt spenntari fyrir því að sjá það. Er samt sammála því að þú munt ekki toppa hestamennina í bjánaskap í klæðaburði.

9:49 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Hallgrímur! Hjálmurinn er bara til sýnis fyrir fáa útvalda. Mest er það aðkeypt fólk og gullmolar sem fá að berja hann augum...

10:03 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Hestar eru stórhættulegir !!!!

10:16 e.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

hestar eru flottir reyktir ,soðnir með uppstúf og kartöflum

11:04 e.h.  
Blogger DonPedro said...

Mig langar til þess að biðja alla að slappa af, setjast niður, loka augunum, og hugsa um hvað reiðbuxur og há stígvél gera fyrir vel skapaðar konur, áður en lengra er haldið. Svona. Þetta var nú fínt.

11:47 e.h.  
Blogger Hallgrímur said...

Nújæja. Þar fór það. Ég neyðist þá til að nota ímyndunaraflið. Hvort það er gott eða slæmt er ég ekki viss um :)

11:54 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Ég fékk reyndar grillaðan hest um daginn og hann var sko ekki eftirbátur nautasteikarinnar !!
Hmm held hann hafi heitið Skjóni ?
En í alvöru þá bragðaðist klárinn mjög vel.

5:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki rétt að þú verðir þér út um písk og komir með hann í Kastljósið þegar þú frumsýnir hjálminn? Ég er sannfærð um að margar dömurnar muni renna til í stólunum sínum þegar þá sjá þig með hjálminn OG písk! Hott, hott Simmi!

1:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski má einnig benda á það að orðið "drasl" er gamalt orð yfir hest, dregið af orðinu "drösull". Segir það ekki allt sem segja þarf?

8:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home