mánudagur

Friður á jörð

Ég get ekki beðið eftir því að Yoko Ono kveiki á friðarsúlunni sinni. Ég er algerlega sannfærður um að þessi eilífðargeisli á Íslenskri eyðieyju verður til þess að fólk láti af öllu hatri í heiminum. Auðvitað fattar Bush að hann á ekkert að vera tuddast þetta í Guantanamo þegar Yoko stingur í samband. Ísraelar fá bullandi móral yfir því að vera pönkast í Palestínumönnum. Jón Ásgeir sendir Davíð fallegt SMS og Þórhallur Gunnarsson tekur mötuneytið í sátt. Allt verður svo rosalega fallegt og gott þegar ljósið kviknar í Viðey að meira að segja kettir hætta að veiða mýs. Það er reyndar ólíklegt að Kristinn H Gunnarsson verði sáttur við þetta brölt í frú Ono, en það er nú meira vegna þess að friðarsúlan er ekki staðsett á landsbyggðinni. Eini praktíski gallinn við þessa frábæru hugmynd er að það verður erfitt að slökkva þetta magnaða friðarljós þegar höfuðborgin verður myrkvuð á næstu kvikmyndahátíð. Þá færi nefnilega heimsfriðurinn fyrir lítið.

12 Comments:

Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ég spyr bara í nafni friðar 2006 og orða þinna gagnvart Þórhalli Gunnarssyni yfirmanni þínum:
Ertu búinn að fá nýja vinnu?

12:24 f.h.  
Blogger sigmarg said...

Þórhallur hefur lengi verið lagður í einelt af mötuneytinu. Mál að linni.

12:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fá aðkeyptir ekki aðgang að mötuneytinu? Er það sterkasta vígi RÚVara, alvöru RÚVara?

1:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þórhallur er náttúrulega gullmoli og það er víst enn verra en aðkeyptur. Það er þá væntanlega komin skýring á, hvers vegna gamli Þórhallur er svona grannur.

1:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er strákurinn ekki bara gikkur?

7:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Davíð Þór sagði þetta best á heimasíðu sinni:

Friðarsúlan

Að allir þrái alheimsfrið
er engin tímaskekkja.
En hvernig er að vinna við
að vera ekkja?


Þessir listamenn eru snilld...sérstaklega þeir sem fá listamannalaun þar sem svo lítil eftirspurn er eftir verkum þeirra að ríkið heldur þeim uppi.

Ekki má gleyma einum okkar fremsta listamanni skv.fjölmiðlum sem flutti part af stúku Hitlers til landsins fyrir gjörning en sagði svo verkið svo stórt í anda sínum að hann gæti ekki bætt neinu við..."verkið er stærra en ég".....hvað svo sem þetta þýðir á mannamáli er önnur saga...

10:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Legg í þetta púkk eftirfarandi vísu:

Upp til himna óskin flýgur
eflir friðarvonir manns
og einu sinni á ári stígur
ekkjan friðarsúludans.

10:25 f.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ég hefi nú einhverntímann fengið kaffi og með því í þessu ágæta mötuneyti ykkar og man ekki betur en að starfsfólkið þar væri hið elskulegasta sem og Þórhallur sjálfur. Allavega runnu kaffið og meðlætið ljúflega niður. Ætli einhver sé að reyna að stefna þórhalli og mötuneytinu gegn hvoru öðru?

11:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru frábær skrif hjá þér Sigmar, mér var bent á heimasíðuna þína af vinkonu minni. Þú ert snilldar penni og hef ég sett þig hérmeð í favorites hjá mér :) Haltu áfram að skrifa svona góða pistla!
P.s. snilldar ábending hjá þér með súluna hennar Yoko Ono og næstu myrkvun höfuðborgarinnar hehehe.

12:09 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Já nú kemur heimsfriður og kannski líka heimilisfriður í Kórsölum?

2:57 e.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

dansar þá borgaráð súludans?

4:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Held það veiti ekki af friðarsúlu í Kórsölunum.

6:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home