miðvikudagur

Frasar

Það er afar brýnt á kosningavetri að stjórnmálamenn leggist á eitt um að útrýma nokkrum útjöskuðum frösum svo pöpullinn missi ekki svefn og geðheilsu. Hér er yfirlit yfir nokkrar klisjur sem þingmenn nota ótt og títt en mættu gjarnan hverfa úr málinu.

1. “korteri fyrir kosningar”. Þessi lumma hefur verið ákaft notuð af stjórnarandstöðuþingmönnum útaf matarskattslækkunum. Ég legg til að frumlegir þingmenn noti fallegra mál og tali frekar um stundarfjórðung í þessu samhengi.

2. “Vika er langur tími í pólitík”. Þessi klisja er oft notuð. Svo oft að ég held að þingmenn trúi því sjálfir að þessi langa vika sé réttlæting og rökstuðningur fyrir fimm mánaða sumarfríi og tveggja mánaða jólafríi.

3. “að taka umræðu um eitthvað” Þetta er sá þingmannafrasi sem heyrist oftast. Gallinn er bara sá að það er bara einn þingmaður sem notar hann, Guðlaugur Þór Þórðarsson.

4. “Það á engin neitt í pólitík”. Jeræt. Segiði Alfreð Þorsteinssyni það. Hann átti fullt þegar hann var í pólitík.

5. “Við göngum óbundnir til kosninga”. Hvað með kosningaloforðin? Óbundnir af þeim?

Það er of seint að taka umræðu um eitthvað núna korteri fyrir kosningarnar sem við göngum óbundnir til enda er vika langur tími í pólitíkinni sem engin á neitt í...


Að lokum vil ég senda grásprengdum fullorðnum vini mínum batakveðjur vegna aðgerðarinnar sem hann er að fara í. Það er ekkert grín að fá nýjan mjaðmalið á sama tíma og blöðruhálskirtillinn er í skralli. Aldurinn.....

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

grásprengdi segiru.....af hverju að tala undir rós ? Af hverju segiru ekki bara nafnið - Þórhallur? Mikið er á hann lagt...einelti í mötuneyti og nú nýjan mjaðmalið ?

og kollega sem útvarpar einkamálum hans á netinu hægri vinstri ?

Úff....with friends like these....

6:37 f.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Kosningaloforð?
Hvað um þennan hér? Ekki hefur hann verið lengi í embætti eftir nauman kosningasigur.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=554&a=579589&previousRenderType=6

7:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

„frumlegir þingmenn“ ????????

8:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll vinur og takk fyrir hlýjar kveðjur. Aðgerðin gekk vel en verst er þó að hægri fóturinn er orðinn tveimur cm lengri. Fæ lánað annað innleggið þitt. Helvítis gangráðurinn er þó eitthvað að hrekkja mig en ég ætti að fá hann í lag fyrir helgi. Varstu búinn að nefna það að þú mættir birtast með hjálminn í þættinum ef vinir þínir geta safnað 300.000 sem renna til góðgerðarmála? Þá á ég ekki við góðgerðir handa þér heldur til góðra málefna. Annars var gaman að vinna með þér ágæti vinur og ég vona að nýji síðdegisþátturinn þinn á útvarpi Sögu eigi eftir að færa þér gæfu og marga hlustendur. Með kveðju frá grásprengdum félaga.

P.s. verða að bregða mér frá, blöðruhálskirtillinn eitthvað að gefa sig.

9:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert algjört yndi Simmi:)

9:57 f.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Ha? Ertu að fara í aðgerð??

11:43 f.h.  
Blogger Sprettur said...

Væri kannski nær að kalla það viðgerð þegar verið er að flikka upp á svona gamalmenni

11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hittir mig í hjartastað með þessum frösum. Vill í staðinn leggja mitt til málanna:

"Lönd sem við viljum bera okkur saman við"

Af hverju eru þessi lönd aldrei nefnd?

"...að fara sænsku leiðina"

Hvað eigum við sameiginlegt með Svíum!


"Það þarf að verða vitundarvakning í þjóðfélaginu"

Afar ofnotað tískuyrði sem líkt og dægurlögum á Bylgjunni hefur verið gróflega nauðgað

12:04 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Hahahaha, Simmi minn þarna varstu tekinn af gamla manninum!

12:18 e.h.  
Blogger Silja said...

"svona á ekki að eiga sér stað í nútímasamfélagi"

Er enn að bíða eftir því að stjórnmálamenn mismæli sig og spyrji "hvað eigum við að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf okkur" , jii hvað það væri gaman.

Hef virkilega gaman af blogginu þínu, takk fyrir mig.

2:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki gleyma orðræðunni. Oj hvað það orðskrípi fer í taugarnar á mér, að ógleymdum samræðustjórnmálunum. Ætli andstaða þeirra sé aðgerðastjórnmál, í anda Elvisar "little less conversation..." eins og sagði í kvæðinu?

5:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að vinna á prentstofu í sumar þangað sem maður kom með 400 blaðsíður af bloggfærslum sem hann vildi binda láta binda inn. Ef eitthvað blogg á að prenta út og binda inn þá er það þitt. Algjör snilld!
Kveðja, Stefán

8:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hr.Kastljosmaður.....var á leiknum áðan og get engann veginn fundið út hver þessi "Stífi Vinur" ér.....ekki lýgur Mogginn ??? Treysti á að Kastljósið upplýsi málið hið snarasta...Við félagar erum boltaáhugamenn og vildum fylgjast með Ísland-Sweden….og forum of course á fréttamiðil nr.1 á netinu til að fylgjast með………….sáum svo beina útsendingu á RÚV en eftir gríðarlega yfirlegu og spólun fram og tilbaka á tapinu…finnum við bara ekki þennan “Stífa vin”…….all info appreciated…..að vísu æsist Þór stundum þegar karlmenn á stuttbuxum hlaupa og svitna….en hann var sallarólegur á leiknum núna…þannig þetta er mikið mystery sem þarfnast útskýringar...dettur helst Þórhallur í hug enda hefur þú oft sagt að hann æsist verulega yfir svitnandi mönnum í stuttbuxum....(ég líka en vinur minn verður amk ekki stífur!)....all info appriciated.
Íþróttir | mbl.is | 11.10.2006 | 18:08
Stífur vinur í Laugardalnum

Nokkuð stífur vindur er í Laugardalnum en þar er leikur Íslands og Svíþjóðar að hefjast í F-riðli EM í knattspyrnu. Svíar hefja leikinn og leika á móti vindinum. Fylgst verður með leiknum á mbl.is jöfnum höndum.

9:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er búið að finna "stífa vininn" en þetta var tekið áðan í samverustund sænska landsliðsins:

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=192610


PS; Sænskar kjötbollur öðlast nýja merkingu fyrir mér núna....

11:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Væðingavæðingin er líka merkilegt fyrirbæri. Græðgisvæðing, klámvæðing og allt hvað þetta heitir nú.

11:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home