laugardagur

FRAMBJÓÐANDINN

Mikið er allt fólkið sem núna er í prófkjörum frambærilegt. Svo belgfullt af manngæsku og góðum hugmyndum að það er óhætt að loka þjóðarbúllunni nái það ekki kjöri. Ég er búin að stúdera stefnumálin og hugsjónirnar og hef hér smættað niður í öreindir hinn dæmigerða meðal vísitöluframbjóðanda sem tröllríður fjölmiðlunum um þessar mundir:

Hann vill efla menntun og heilbrigði þjóðarinar á nýrri öld. Þannig sker hann sig úr hópi annara frambjóðenda sem stefna að almennu ólæsi og vilja smita þjóðina af berklum og herpes og koma henni fyrir í moldarkofum.

Hann horfir til framtíðar og ætlar sér að stuðla að nýsköpun. Öfugt við hina lúðana sem vilja búa hér til samfélag steinaldarmanna sem ræktar ber og étur mammúta.

Hann vill efla forvarnir og stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. Eins gott að taka þetta fram svo fólk haldi ekki að hann vilji selja krakk í skólum og gera kostnað við framhjáhald og heimilisofbeldi frádráttabæran frá skatti.

Hann leggur áherslu á heiðarleika og umhyggju fyrir samborgurum sínum. Hann ætlar semsagt ekki að drepa gæludýr lítilla barna og hnupla í matinn.

Hann vill nútímalega stjórnunarhætti og efla lýðræðið. Hinir frambjóðendurnir stefna nefnilega að konungsbundnu keisaradæmi þar sem kalífi stjórnar með aðstoð ættbálkaráðs.

Hann vill berjast fyrir efnahagslegum framförum og auka hagvöxt. Hver hefur örbirgð og fátækt á stefnuskránni?

Þessi frambjóðandi leggur gríðarlega áherslu á að allir hafi það alltaf rosalega gott. Og að engin þurfi að þjást neinsstaðar staðar. Allir eiga að fá allt sem þeir vilja, þegar þeir vilja það og án þess að borga krónu fyrir. Enda er ljótt að mismuna fólki.

Þessi vísitöluframbjóðandi býður sig fram í nafni réttlætis og hugsjóna. Flokkur hans er umbótasinnaður framfaraflokkur en ekki síður framfarasinnaður velferðarflokkur. Þá er vel hægt að kalla flokkinn frjálslyndan lýðræðisflokk sem stendur vörð um grundvallargildi samfélagsins og setur manninn og velferð hans í öndvegi. Þetta er til aðgreiningar frá afturhaldssinnuðu einræðisflokkunum sem vilja kúga almenning og pynta og setja velferð Glóbrystingsins í öndvegi.

Ástþór Magnússon má þó eiga það að hann hafði sérstöðu.

20 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það eina sem er óljóst í málinu eftir þennan pistil er hvort Palli Magg ráði því hvort þú verður rekinn eða ekki. Kannski Betsson hafi sett upp veðmál?????

11:04 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Svo nefnir þú Ástþór Magnússon en gleymir vinstrigrænum sem hafa farið í kröfugöngur niður Laugaveginn gegn uppbyggingu iðnaðar og velsæld!

3:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

LOL. Góður

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahaha

12:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú hló ég upphátt.
Anna vertu ekkert að gera lítið úr Steina Joð hann er sexí :-Þ

12:59 e.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

Steini joð er flottastur sko sérstaklega í flaueli

1:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Í ljósi g0tóttra sokka, aldurs og annara hnignunarmerkja sigmar þótti mér rétt að stækka egóið hjá þér og sýna hversu frægur þú ert orðinn:

http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=5053677&advtype=52&page=1

3:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé að Spaugstofan er farin að stela bloggfærslum hjá þér og nota þær í sketsa í þættinum, hvernig ætlar þú að bregðast við þessu Sigmar?

4:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Simmi, sénsinn að maður mæti í Kastljós eftir þetta.
rm

10:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi RM hérna fyrir ofan,ætli það sé Róbert Marshall því að mér var ansi hugsað til hans þegar ég las þetta.

11:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahhaa þessi skrif hjá þér eru alger snilld! Heimsæki síðuna hjá þér daglega núorðið! Brilliant!

4:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er allveg hreint yndislegt að sjá hvað gamla fólkið hefur þróaðan húmor!

kv.Telma litla frænka.

10:11 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Farðu nú bara að lita í litabókina þína, Telma mín.

10:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst líka flottur frasinn hjá ónefndri ungri konu í prófkjöri sjálfstæðisflokksins að velferðarkerfið/almannatryggingar sé fyrir þá sem þurfa á því að halda en ekki hina (því maður verður svo rosalega ríkur á því að nota sér kerfið)
Svo ruglaði hún eitthvað í blaði í gær um kynbundinn launamun sem ég skildi ekki þó ég hafi virkilega reynt.

10:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst líka flottur frasinn hjá ónefndri ungri konu í prófkjöri sjálfstæðisflokksins að velferðarkerfið/almannatryggingar sé fyrir þá sem þurfa á því að halda en ekki hina (því maður verður svo rosalega ríkur á því að nota sér kerfið)
Svo ruglaði hún eitthvað í blaði í gær um kynbundinn launamun sem ég skildi ekki þó ég hafi virkilega reynt.

10:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst líka flottur frasinn hjá ónefndri ungri konu í prófkjöri sjálfstæðisflokksins að velferðarkerfið/almannatryggingar sé fyrir þá sem þurfa á því að halda en ekki hina (því maður verður svo rosalega ríkur á því að nota sér kerfið)
Svo ruglaði hún eitthvað í blaði í gær um kynbundinn launamun sem ég skildi ekki þó ég hafi virkilega reynt.

10:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sumum er gjarnt að endurtaka sig, aftur og aftur og aftur. :)

11:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er ekki með heilabilun né minnistruflun en er tæknilegur snillingur :)
Afsakið klifunina

1:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehe snilldar skrif verð ég að segja :) Skýrir margt í sambandi við þessa blessuðu pólitík!

3:18 e.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Ástþór var góður '96 á móti Óla og co.

...enda kaus ég hann.

8:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home