föstudagur

Fjöldamótmæli

Ég veit það er stundum erfitt að fylla fréttatímana um helgar með djúsí stöffi, en ætli þessi frétt sé ekki einhverskonar met í tíðindaleysi. Fjórir, segi og skrifa fjórir einstaklingar, voru að mótmæla veru Bandarísks herskips í íslenskri höfn! Mótmælendurnir voru nákvæmlega jafn margir og þarf til að spila bridds. Og of fáir til að fylla einn Toyota Yaris. Mótmælendurnir voru svo fáir við herskipið að það eru fleiri við kvöldverðarborðið hér í Kórsölunum þegar öll börnin eru á svæðinu. Það munar einum. Hvað ætla fréttirnar að gera ef 5 manns mótmæla breyttum opnunartíma Fellahellis? Bein útsending kannski?

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lögregla og mótmælendur hafa að minnsta kosti verið sammála um fjölda þátttakenda í þetta skipti.
Kannski hafa þó mótmælendur sagt að þeir væru átta en lögregla aðeins talið tvo.

Einar

6:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Simmi siturðu? Ef ekki sestu þá niður. Ég veit ekki hvernig ég á að segja þér þetta. En Fellahelli hefur verið lokað og fyrir þó nokkru síðan.

7:10 f.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Kannski var sjónvarpað frá mótmælunum sökum fámennis þeirra. Fyrir mína parta nenni ég orðið sjaldan að taka þátt í mótmælum, labbaði ekki niður Laugaveginn´með Ómari og reisti enga níðstöng í Sundahöfn og var einnig minnug þess hvernig fór fyrir Njáli vini mínum. Það var aldrei njósnað um hann. Hann fékk bara ekki að sigla til Bandaríkjanna eftir að hann sást á tali við mótmælendur við bandarísk herskip á leið á vaktina um borð fyrr en ítrustu kröfur Eimskip og þá með semingi.

10:02 f.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Ég hélt að fólk hefði alveg náð því að það væri gúrka þegar Inga Lind tók viðtal við veitingamanninn Dóra í Mjóddinni. Alltaf fróðlegt að horfa á Ísland í dag:)

10:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það þarf bara þrjá til að stofna til óeirða.

10:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu þú þarna besserwisser...þetta eru 40% af kjósendum framsóknarflokksins þannig ég myndi fara varlega í að gera grín að flokki í ríkisstjórn!!!

1:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mannlífsviðtöl hafa ekkert með gúrku að gera, Brynja. Það er bara stórmerkilegt að enn skuli einhver elda og selja venjulegan íslenskan mat.

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En getur matur sem er alltaf eldaður sjaldnar og sjaldnar og aðeins seldur á örfáum stöðum flokkast sem venjulegur ?
Hvað ætli sé hinn venjulegi íslenski matur í dag? Hakk og spagetti, pizzur, 1944 réttir, núðlusúpur, prótíndrykkir eða eitthvað annað ?

Steini

3:48 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Svanhildur þá legg ég til að þú rjúkir út á BSÍ núna og fáir þér svið! Virkilega góð í þynnkunni og sérstaklega með tómatsósu.....

5:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sviðin á BSÍ eru fín, en kýs frekar að borða þau hjá mömmu. Takk samt. Punkturinn er einfaldlega sá, að það er fleira merkilegt en mótmæli og hvalveiðar. Maður þarf að geta séð fegurðina í hinu smáa, - og stundum venjulega.

6:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrmmph, bæjarins bestu...

7:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Humm, um hvað var þetta blogg aftur hjá Zygmarr?

9:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home