Er Guð uppí hesthúsi?
Hvað á maður eiginlega að segja um sóknarnefndarfarsann í Garðabænum? Þarna hefur allt logað í illdeilum einsog þjóðþekkt er og nú á sóknarnefndin að hafa verið hleruð með spæjaragræjum þar sem hún sat á áríðandi fundi. Uppí hesthúsi!!! Þegar maður veltir fyrir sér hasarnum hjá sóknarnefndinni dettur manni helst í hug að nefndin sé fyrirmynd Stöðumælavarðanna í Fóstbræðrum, sem virka þó full jarðbundnir í samanburðinum.
Annars er aktívitetið í þessu fólki, sem telur sig nær guði en við hin, ekkert ólíkindalegra en spássitúr jesú á vatninu eða brugghæfileikar hans. Og það er væntanlega ekki erfitt að sannfæra fólk sem heldur að örkin hans Nóa sé sönn saga, um að Ríkislögreglustjórinn hafi brennandi áhuga á innri málum sóknarnefndar Garðahrepps. Eða var það kannski leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins sem var að hlusta?
Annars er aktívitetið í þessu fólki, sem telur sig nær guði en við hin, ekkert ólíkindalegra en spássitúr jesú á vatninu eða brugghæfileikar hans. Og það er væntanlega ekki erfitt að sannfæra fólk sem heldur að örkin hans Nóa sé sönn saga, um að Ríkislögreglustjórinn hafi brennandi áhuga á innri málum sóknarnefndar Garðahrepps. Eða var það kannski leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins sem var að hlusta?
11 Comments:
Er ekki Guð allsstaðar, hesthúsinu, fjósinu og í hverjum manni? Hins vegar hefur mér aldrei fundist að andi manngæsku í anda þess Jesú sem ég las um í Biblíusögunum í gamla daga svífa yfir vötnum í Garðabænum. Þetta er ein endemis vitleysa í þessu liði sýnir að deilum er ekki lokið heldur malla þær undir niðri. Þau eru nefnilega svo rosalega "kristin"
góða helgi
fólk hlýtur að fara átta sig á því að trú er bara rugl. Það er alltaf vesen á þessu liði og ætti að banna trú fyrir fullt og allt. Ef fólk vill endilega trúa á eitthvað getur það reynt að trúa á sjálft sig..þá væri heimurinn betri staður.
Amen
þeir sem eru heiðnir eru ekki trúleysingjar. Það er ekki það sama að vera trúleysingi og að vera heiðinn
Trú er góð. En það má setja eitt og annað útá trúarbrögð. Þessu má ekki rugla saman...
Hver er þessi leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins? Veist þú eitthvað meira en við, hinir óbreyttu? Hvernig væri að segja en ekki þegja?
það hefur nú seint farið fyrir náúngakjærleiknum í okkar blessuðu þjóðkirkju, alveg furðulegt hvað er mikið af valdasjúku siðblindu fólki þar innanhúsa.. í hverjum einasta söfnuði er einhver geðbjálæðingur, ef það er ekki presturinn þá er organistinn ómögulegur og ef hann er í lagi þá er það sóknarnefndarformaðurinn.. alveg ótrúlegt bara. Og almenningur veit ekki helminginn af þessu!
... enda þarf hann ekkert að vita af þessu. :)
Í Biblíunni stendur að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd, gæti þá ekki staðist að við séum Guð og þá getur "Guð" vel verið uppí hestúsi að gera einhvern skandal.
Guð býr í Garðslöngunni ?
´Þetta er auðskýrt........allir leikendurnir eru úr Garðabæ og þar eru allir furðulegir og í hrópani ósamræmi við þjóð vora
Big brother is watching you! (and your horse) :P
Skrifa ummæli
<< Home