föstudagur

Enn meiri friður

Nú hafa framsýnir og rétthugsandi menn í Reykjavík tekið stórt skref í átt til betra lífs á þessari jörð. Búið er að setja á laggirnar friðarstofnun Reykjavíkur sem á að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi, auk þess sem heitt verður á könnunni í Höfða fyrir deiluaðila um allan heim. Vonandi er nóg bakkelsi til því þarna verður vafalítið brjáluð traffík af Téttjenskum skæruliðum, Hamasliðum, Ísraelum, Tamíl tígrum, Hishbollum, Bandarískum öfgamönnum og Nasistum. Einhverjir kverúlantar og úrtölumenn munu vafalítið benda á að yfirvöld í borginni hafi ekki ennþá náð að stilla til friðar í miðbænum um helgar og því séu markmiðin um frið í gervöllu sólkerfinu soldið háleit. En ég fer að minnsta kosti pollrólegur í háttinn þegar þessi stofnun verður komin í aksjón og friðarsúlan hennar Yoko farin að loga. Ef svo Kórsalirnir verða gerðir að kjarnorkuvopnalausu svæði einsog að er stefnt hér í blokkinni þá er orðið svo friðvænlegt hér í hverfinu að maður þarf að fara yfir í Garðabæinn í leit að spennu.
.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Garðabæinn???? Er ekki nóg að fara í mötuneytið?

9:08 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Þarf að fara alla leið í mötuneytið? Er ekki nóg að horfa yfir á næsta borð?

10:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mmmm Hishbolla með sultu og rjóma *slurp*

10:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Island er eina landið sem kemur til greina varðandi friðarsúlu og friðarhús....segir sig sjálft.

Árangur okkar t.d. um fíkniefnalaust Island árið 2000 sem og árangur okkar í varnarviðræðunum hafa vakið heimsathygli og því ekki nema eðlilegt að eyða 30 milljónum í friðarsúluna sbr.fréttir þess efnis og ekki minna í friðarhúsið.....


PS: Hvernig er það - vantaði ekki 12 milljónir í að halda skólakennslu fatlaðra opinni ???

Forgangurinn er brilljant hjá þessum apakettum....

10:16 e.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

já og svo vilja þeir 120 miljónir aukafjárveitingu til að halda áfram að elta baugsfeðga og byggja barnaspítala án gjörgæslu og láta baugsfeðga borga hana
ég get sofið rótt að vita að þessir "glæpamenn" sleppa sko ekki !

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Blassfemí! Ono aldrei nefnd! Paul er maðurinn - Ono er ekkja og hefur starfað sem slík í 26 ár bráðum. Mætti finna sér eitthvað annað að gera....

11:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

What is yellow and sleeps alone ?

YOKO ONO!

10:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hugmyndin er góð en samt svolítið sleezzyyy. Við verðum að fara að átta okkur á því að það veit engin hvar landið okkar er úti í hinum stóra heimi og það er miklu skemmtilegra fyrir apakettina að halda fundi í barcelóna. Okkur væri nær að fara að róa Steingrím og Ömma þeir eru alveg bullandi brjálaðir. Og ekki getum við heldur selt landið okkar með kolruglaða fyrrverandi ráðamenn sem eru með samsæriskenningar frá helv...

11:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svo er hægt að panta tíma fyrir Davíð og Jón Ásgeir í þessari friðarmiðstöð, jafnvel Davíð og Jón Baldvin líka og Davíð og Jón Ólafs og reyna að stilla til friðar á milli þeirra

Hvað er málið með þessa Jóna?

2:20 e.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

séra Jón þá?

4:09 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Friður smiður

3:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

samtök? ég hélt að þessi risastóri IKEA-lampi í viðey væri nóg til að stilla til friðar í heiminum...

9:07 e.h.  
Blogger Gunna-Polly said...

ekki blanda ikea og ono saman takk fyrir !

11:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home