mánudagur

Börn og blogg

Það er ekki tekið út með sældinni að halda úti þessum bloggskrifum. Hér sést hversu gríðarlega mikið ég þarf stundum að hafa fyrir því að þrykkja í færslu. Og meðan ég man, veit einhver um gott tilboð á ófrjósemisaðgerð fyrir karla?

17 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tekur þig bara vel út.....taktu nú þátt í þjóðfélagsumræðu nr.1 á Íslandi í dag - ættir að vita þetta allt saman sé miðað við fjöldaframleiðslu þína:

http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=5016053&advtype=52

4:24 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Simmi minn, það má nú alveg skipta um sokka endrum og eins. Það er ekkert bannað eða svoleiðis.

6:02 e.h.  
Blogger sigmarg said...

Brynja mín. Ég þakka ábendinguna en því miður verð ég að hryggja þig með því að ég myndi frekar þiggja fashiontipps frá Lalla Johns en þér, ef myndirnar á blogginu þínu eru lýsandi fyrir útganginn á þér:-)

Sokkarnir eru hreinir. Ég þarf hinsvegar að taka upp nál og tvinna og stoppa í nokkur göt. við erum nefnilega svo nýtinn hér í Kórsölunum.

Hilsen,
simms

7:03 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Enga öfund Zigmarr.....hér á Laugaveginum notum við Mac og þurfum því ekki að skera niður í fataútgjöldum.
Þið í Kórsölunum eyðið svo miklum peningum í PC viðgerðir að það er greinilega ekki króna eftir fyrir nýjum sokkum handa heimilisfólkinu

7:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Glott og annað, gott hjá þér, brynja björk!

7:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þessir krakkar eru nú það stórir....gæti hugsanlega vorkennt þér ef þú værir með svona stykki....

http://www.mojoflix.com/Video/Family-Guy-Annoying-Stewie.html

7:39 e.h.  
Blogger Kristín Alma said...

Vil benda á að það vantar eitt barn á myndina.
Það barn vill láta uppáhalds föður sinn ná í sig klukkan 15.00 stundvíslega í Leifsstöð á morgun.
Endilega koma með eitthvað af litlu skrímslunum með.
Sjáumst á morgun!!!

7:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmm....það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður ber saman Sigmar og útganginn á Brynju Björk er Disney myndin beauty and the beast.....

Þú mátt geta 2 hver er bjútið....en á meðal karlmanna ertu samt bara cool....

Þessi Brynja however er tiger...maneater og teaser....femme la fatale skv. þessum myndum.....og hún étur svona litla fréttakalla fo lunch....

7:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nokkuð til í því að sokkarnir þyldu eitt ránd í vélinni.
En varðandi fataval maka okkar Brynja, þá fullyrði ég að þinn eigi vinninginn þegar kemur að alvarlegum tískuslysum. Ég er reyndar samsek en ef þú skoðar albúm og myndir af Guðjóni frá miðju nætís kemstu að því að hvít frotteiföt, glansúlpur og hábotna Selfoss-skór voru daglegt brauð í FB.
Spurning hvort Simmi sleppi ekki bara með sokkana svona?

10:45 e.h.  
Blogger DonPedro said...

Varðandi ófrjósemina held ég að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af öðru en að PC dósin þín grilli í sundur á þér millifótakonfektið ef þú ert nógu duglegur að hafa hana í kjöltunni:-)

10:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ert þú að kvarta?

Amatör!

11:07 e.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Þóra viltu ekki minna mig á þessar myndir, ég vil síður fá martraðir í nótt!

Ég hugsa um það daglega hvort þessi blessaða glansúlpa hafi raun og veru endað í tunnunni í síðustu flutningum......

11:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú meinar.. hún er kannski bara geymd einhverstaðar með leðurlíkisskyrtunni?

12:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég skal gelda þig fyrir 2000 kall

salomon+45°sveifla+lítil eistu=ófrjósemi

9:07 f.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Hmm hefðir kannski átt að kippa verðmiðanum af sokkunum áður en myndin var tekin !

10:06 f.h.  
Blogger Brynja Björk said...

Örugglega...en hvað varð um ART skóna sem þið Guðjón fóruð saman að kaupa ykkur í Kókó í Kringlunni?

1:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verulega skondin færsla og varpar ljósi á vielfaltigkeit des heutigen Vatershafts. Kveðja, Auðunn Atla.

5:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home