miðvikudagur

Blað og Orð

Það er ekki skemmtilegt fyrir fjölmiðla, sem vilja vera frjálsir og óháðir, að sitja undir því að vera handbendi stjórnmálaafla eða auðjöfra. Í mörg ár hefur Mogginn reynt að lemja af sér öll tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Síðustu ár hefur Fréttablaðið þráfaldlega svarið það af sér að vera málgagn Baugs. Blaðið fer hinsvegar þveröfuga leið og opinberar með miklu stolti á forsíðu og baksíðu að það sé málpípa Birgis Ármannssonar.
Auðvitað er það rökrétt hjá Blaðinu að fara þessa leið. SME ritstjóri hefur gerbreytt útliti þess og efnistökum og segir sjálfur í leiðara að Blaðið eigi að vera "alþýðlegt og neytendavænt" og höfða til unga fólksins í auknum mæli. Og er til eitthvað alþýðlegra og neytendavænna stöff fyrir táningana en flennistór forsíðumynd af Bigga Ármanns að hakka í sig prófkjörsgraut með dóttur sinni?
Ekki misskilja mig. Biggi er eðalnáungi og Blaðið er toppmiðill. En auglýsingadeildin í hádegismóum hefur alltof mikil völd. Til að vera kvikindislegur má svo velta vöngum yfir því hvort það sé eftirsóknarvert fyrir Birgi að vera á forsíðu Blaðsins á sömu forsendum og Nóatúnslambahryggurinn sem kostar 999 krónur á tilboði...

Orðið er oft skemmtilegt þótt það eigi til að skúbba röngum fréttum. Í seinni tíð er orðið orðið orðlaust því færslan af Ellerti Schram frá því síðasta föstudag er sú nýjasta. Fyrir nú utan að það er engin sérstök frétt að Ellert íhugi framboð því hann hefur verið að því síðustu 30 árin. Ellert var meira að segja að íhuga framboð þegar kosið var til stjórnar húsfélagsins í Kórsölunum á dögunum, jafnvel þótt hann búi í Sörlaskjóli.

7 Comments:

Blogger Kolbrun said...

Áfram Sigmar,
takk fyrir að skemmta okkur landsmönnum....
Frábær húmor.
kv.
Kolla

2:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig fór Arsenal leikurinn í gær?

6:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var rétt í þessu að horfa á Kastljósþátt með umfjöllun um hvalveiðar. Snilldarþáttur og hann Kjartan (held ég hann heiti) hvalveiðari fór á kostum. Ég sjálf er á móti hvalveiðum en þetta var ýkt hressandi og gott hjá þér að kæfa hann ekki. Sumt spjall er svo leiðinlegt, þegar viðmælendur eru alltaf að passa sig á að láta ekki neitt vitlaust frá sér fara en þessi karl er alveg orginal.

1:37 f.h.  
Blogger Mwezi said...

Hvað borgaði Nóatún þér fyrir þessa umfjöllun?

11:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Í einkabransanum þar sem enginn er ríkisstyrkurinn er ein milljón króna auglýsing þess virði að fórna forsíðu og baksíðu annað slagið.

8:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Stop HARD WORKING)))
Only for man useful links )))

FOR FORCE buy viagra FOR REST casino
and for your girlfriend )))) deliver flower


i think its will be usefull ))))))

I found a lot of interesting information for me ))) here )))) and i start prepare to 8 march )))))

3:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I start to women day prepear

I start to women day prepare……
I buy flower, viagra and xanax .....))))
But I have problem. I haven't women….
Help me please.

8:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home