Átti tvær tryllingslega góðar stundir um helgina og var í báðum tilfellum njótandi þess besta sem innihaldsrík afþreying hefur uppá að bjóða. Í raun má kalla þessa viðburði tveggja tíma risastóra raðfullnægingu þótt það sé vissulega vafasamt af streitara einsog mér að nota þá líkingu í ljósi þess að það voru eintómir karlmenn sem vöktu með mér þennan unaðshroll. En skítt með það. Að sjálfsögðu er ég að tala um tónleika Nick Cave og sigur Arsenal á Manchester United. Það er til marks um fegurð lífsins og sanngirni æðri máttarvalda að á einni helgi varð ég vitni að mörgum atvikum sem heilinn minn hefur nú þegar vistað í favorites:
1. lappalengsti leikmaður í heimi skorar gegn júnæted á 86 mínútu og tryggir þannig Arsenal sigur. Við Sindri dönsuðum lengi um íbúðina með slíkum hávaðaöskrum að Þóra, Katla og Salka fóru allar að grenja. Schniillld...
2. Nick Cave og Warren Ellis fara á kostum undir lok venjulegs leiktíma.
Henry Lee, The Mercy Seat, Hiding All Away, God Is In The House og Tupelo voru síðustu lög fyrir uppklapp...og maður lifandi, þvílíkur performanns.
3. Jens Lehmann ver boltann með því að teygja líkamann og fetta út fingurna einsog Barbapabbi þegar norski súbersöbbinn gerði sig líklegan í blálokinn. Ein besta markvarsla sem ég hef séð. Ef Lehmann léki með öðru liði en Arsenal þá myndi ég hata hann meira en mígrenið mitt.
4. Nick Cave rennir sér í Stagger Lee í melankólískri útgáfu með slíkum kraftendi að líkja má við hnefahögg í smettið. Tár féllu í stúkunni, ekki af sársauka heldur gleði.
5. Ekkert upphitunarband fyrir Nick Cave. Ekkert uppgerðar kurteisisklapp. Þvílíkur unaður, því upphitunarbönd eru almennt ofmetin og til leiðinda. Nema Queens of the stoneage náttúrulega...
6. Gilberto klúðrar víti með því að renna í forinni einsog einhver Beckhamlúði. Það var reyndar ekkert sérstakt á meðan á því stóð en hreint unaðslegt eftirá að hafa klúðrað víti gegn júnæted en unnið samt. Múahhhahhaaaa.
Einnig fór ég í Kolaportið um helgina. Þangað fer ég aldrei aftur edrú.
Vek athygli á því að ég er búin að uppdeita linkana einsog sjá má hægra megin á síðunni. Rétt er að halda því til haga að vel hefði mátt nota orðin “uppfæra hlekkina” í setningunni hér á undan. Þar er bara ekki næstum því jafn kúl.