Staður: Ruv
Tími: Eftir kosningavöku.“Djöfull var þetta flott hjá okkur. Við vorum miklu betri. Shit hvað grafíkin hjá NFS var vond, var þetta hannað á bangsadeildinni? Hvað voru þau að pæla? Það nennti engin að horfa á þetta krapp hjá þeim. Af hverju voru þau ekki bara með Halla og Ladda í stjórnmálaskýringunum? Eða lásu bara uppúr brandarablaðinu? Þetta eru stjórnmál forkræingátlád. Og þetta sett, var það hannað af Sylvíu Nótt? Rúv rúlar. Langbest. Logi er væntanlega á þvílíkum bömmer þarna uppfrá.”
Staður: NFS.
Tími: Eftir kosningavöku.“Glæsilega gert hjá okkur. Við rúlluðum yfir Rúvarana. Miklu betri grafík, innihaldsríkari stjórnmálskýring og allt miklu líflegra. Flottara settið hjá okkur, þeirra var einsog útfarastofa. Rosalega var þetta þungt og kerfiskallalegt í efstaleitinu. Við tókum þau í nefið. Langflottust. Ætli Þórhallur, Jóhanna og Palli sjái ekki eftir að hafa farið yfir?”
Staður: Valhöll
Tími: Þegar úrslit urðu ljós.“Við erum klárlega sigurvegarar þessar kosninga. Augljóst að fólk vill sjálfstæðisflokkinn til áhrifa og hafnaði R listanum. Samfylkingin skíttapaði þessum kosninum. Rosalega var þetta slappt hjá þeim. Það er í raun og veru bara gott að hafa ekki náð hreinum meirihluta. Sjö menn er eiginlega miklu betra, því það er svo gaman að kynnast nýju fólki í meirihlutasamstarfi. Gæti ekki verið ánægðari”
Staður: heimili Dags B Eggertssonar
Tími: þegar úrslit urðu ljós.“Þetta gekk bara flott hjá okkur. Aumingja Sjallarnir með allt niðrum sig. R listaflokkarnir komu bara vel útúr þessu. Við erum klárlega sigurvegarar, enda miklu betra að fá fjóra borgarfulltrúa, heldur en fimm eða sex. Þekkingarhátæknisamfélagsþorpið svínvirkaði.”
Staður: Heimili Svandísar Svavarsdóttur.
Tími: Þegar úrslit urðu ljós.“Vá hvað við getum sátt við unað. Vinstri sveiflan er heldur betur sterk í þessum kosningum. Pú á einkabílinn og herinn burt.”
Staður: Heimili Ólafs F Magnússonar.
Tími: Þegar úrslit urðu ljós“Við erum sigurvegararnir, engin spurning. Fólk var greinilega að kjósa kvótann burt. Vá hvað ég er miklu meiri umhverfissinni en vinstri grænir.”
Staður: Heimili Björns Inga.
Tími: Þegar úrslit urðu ljós.“Klárlega varnarsigur. Auðvita er algerlega brilljant að hafa fengið færri atkvæði en nokkru sinni fyrr í Reykjavík. Hvernig á að vera hægt að túlka slíkt sem tap fyrir Framsókn? Og kommon, við settum íslandsmet í peningaaustri sem varð til þess að sex af hverjum hundrað kjósa okkur! Sagði ég varnarsigur, fyrirgefiði, þetta er nátturulega stórsigur. Halldór hlýtur að verða næsti aðalritari sameinuðu þjóðanna”
Allir unnu að sjálfsögðu. Varðandi einvígi sjónvarpsstöðvanna á kosninganótt hef ég eitt að segja. Stöðin sem flaggar Ingva Hrafni tapar alltaf.