NFS og Leiðarljós
Alveg var magnað að sjá David Gedge, forsprakka hljómsveitarinnar Wedding Present, á sviðinu á Grand rokk á fimmtudagskvöld. Ég hef haldið óskaplega mikið uppá þetta band síðasta einn og hálfan áratug, og mér leið einsog ástsjúkri smástelpu fyrir framan þetta goð. Bandið var dúndur þétt og á efniskránni var hellingur af gamla stöffinu frá velmektarárunum uppúr 1990. Það er hreint ótrúlegt hvað lögin þeirra eldast vel og ég féll í trans þegar lögin Everyone thinks he looks daft og Kennedy hljómuðu í beit. Ekki var síðra að hlusta á Dalliance og Corduroy af Seamonsters. Erfitt er að útskýra svona tónleikakikk fyrir fólki sem fílar ekki almennilegt rokk og því verður ekki gerð tilraun til þess hér.
Læt fylgja hér lagalista sveitarinnar á tónleikunum, á hann gæti þó vantað eitt til tvö lög.
Sticky
Ringway to seatac
Corduroy
Flying saucer
Silver shorts
Gazebo
Wow
You Should Always Keep In Touch With Your Friends
Mars Sparkles Down On Me
Click Click
Everyone Thinks He Looks Daft
Kennedy
I'm From Further North Than You
Take me
Merury
Dalliance
Why Are You Being So Reasonable Now?
Brass neck
Octopussy