Appelsínugulan
Það gerðist nokkuð einkennilegt um síðustu helgi. Katla litla fékk guluna sem er víst nokkuð algengt með hvítvoðunga. Á fimmtudag og föstudag horfðum við beinlínis á barnið verða gulara og gulara með hverjum klukkutíma sem leið. Mér þótti merkilegt að um leið og barnið var orðið nákvæmlega jafngult í framan og Ásgeir Kolbeinsson þá var það í ofboði lagt inná spítala!! Af þessu get ég ekki dregið aðra ályktun að þessi appelsínuguli húðlitur sem nú er í tísku meðal Gilzeneggera þessa lands, getur verið alvarlegt líkamlegt ástand sem þarf að bregðast við á heilbrigðisstofnun. Appelsínugula fólkið er því lasið. Búhú....