þriðjudagur

myndaflutt

Enn að villast. Zygmarr er fluttur.

föstudagur

Enn að ruglast

Fjandakornið. Þetta er farið að verða verulega þreytandi. Ennþá ráfar þú hingað inn einsog áttavillt heiðagæs þótt ég sé fluttur fyrir lifandis löngu. Drífa sig hingað. Breyta hlekkjum og favorites. Takk.

sigmarg.blog.is

sunnudagur

Enn fluttur.

Hallóóó. Af hverju ertu enn að villast hingað inn. Ég er fluttur á þennan stað og þar blogga ég frammvegis. Vonandi þarf ég ekki að tyggja þetta ofan í þig.

Ef þú ert með hlekk á mig á blogginu þínu, vinsamlegst uppfærðu hann fyrir mig. Breyttu svo heimilisfanginu í favorites.

sigmarg.blog.is

Fluttur.

Er fluttur. Hér blogga ég framvegis. Ykkur er boðið að kíkja í heimsókn. Vinsamlegast vistið nýja blogheimilisfangið mitt í stað þess gamla. Breytið hlekknum líka ef þið eruð með hlekk á mig. Takk, elskurnar

sigmarg.blog.is

fimmtudagur

Ræktaður rasismi

Á Íslandi býr þjóð sem síðustu áratugi hefur sannfært sjálfa sig um að hér sé fallegasta náttúran, besti landbúnaðurinn, hreinasta loftið, fallegasta kvennfólkið og mesta gróskan. Á góðum stundum höfum við meira að segja sannfært okkur um að við séum fremri öðrum í fótbolta og Júróvisjón og við rennum ekki niður vatnssopa nema sú hugsun fylgi að hátveiroið okkar sé betra en hátverio í útlöndum. Það er búið að tala svo mikið um glæsileika þjóðarinnar, menntun hennar og mannauð að það er ekkert skrítið þótt útlendingarnir séu litnir hornauga af stórum hluta þjóðarinnar.

Hvað eru það annað en rasismi í Guðna Ágústssyni þegar hann segir að Íslenskur landbúnaður sé sá besti í heimi. Hefur hann smakkað paprikur, lambalærissneiðar og skólajógúrt frá öllum löndum í heiminum? Er eitthvað á bak við þessa grænmetisþjóðhyggju? Nei. Þetta eru alhæfingar, byggðar á fordómum og frösum. Guðni er gulrótarrasisti.

Hvað er það annað en rasismi þegar sumir náttúruverndarsinnar fullyrða án nokkurs fyrirvara að Ísland sé fallegra en önnur lönd. Hafa þeir skoðað öll önnur lönd? Alla firði í heimi, eyjar, eyðimerkur, sléttur, dali og fjöll. Nei. Þetta eru alhæfingar fólks sem einungis hefur séð brotabrotabrotabrot af veröldinni. Þetta eru orð náttúrurasista. Heimskuleg þjóðremba.

Hvað eru það annað en rasismi þegar fullyrt er að íslenskar konur séu fallegri en útlenskar konur, einsog oft heyrist. Hvernig er þetta mælt? Hefur einhver séð allar konur á Íslandi? Eða allar útlenskar konur í heiminum? Nei. Þetta eru alhæfingar um huglæga og ómælanlega hluti. Og alhæfingarnar byggja á þjóðerniskennd.

Þetta er nákvæmlega sama hugsun og að íslendingar almennt séu betri en annað fólk.

Íslendingar hafa í takmarkalausri minnimáttarkennd á síðustu áratugum ræktað í sér rasismann með belgingslegu tali um eigin yfirburði og ágæti. Hér hefur verið plægður svo frjór akur fyrir þjóðernishyggju að löngu áður en innflytjendamál eru orðin að rauverulegu vandamáli einsog í grannríkjunum, fær Frjálslyndi flokkurinn ótrúlega útkomu í skoðanankönnunum.

miðvikudagur

Landsbjörg, siðareglur og Southend

Hvernig stendur á því að slysavarnarfélagið Landsbjörg byrjaði nú nýverið að vísa fjölmiðlum á Jón Gunnarsson framkvæmdastjóra í fréttatilkynningum sínum, í stað þess að beina þeim einvörðungu á Ölöfu Snæhólm upplýsingafullrúa félagsins einsog venja er? Varla vegna þess að Jón er í miðri prófkjörsbaráttu? Er við hæfi að Jón auglýsi baráttu sína merktur Landsbjörgu í bak og fyrir? Er Landsbjörg hafin yfir flokkadrætti eða gengin í Sjálfstæðisflokkinn? Get ímyndað mér að fólk vilji vita þetta áður en það ákveður af hverjum það kaupir jólatré og flugelda í desember.
---

Soldið hefur borið á því að nafnlaust fólk úðar fordómum og sleggjudómum í allar áttir í kommentakerfinu mínu. Þetta er vandamál sem flestir bloggara þekkja nokkuð vel. Ég er lítið fyrir að ritskoða svo ég bið ykkur, elsku lesendur, að hafa sígildar siðareglur Zygmarrs í huga þegar þið tjáið ykkur um menn og málefni hér á síðunni. Þær hljóða svona:

1 Ef þið eruð ómálefnaleg við aðra, reynið þá að vera það á málefnalegan hátt.

2. Ef þið talið illa um Zygmarr, gerið það þá fallega og af virðingu.

3. Ef þú heitir Jakob Bjarnar, reyndu þá að hafa kommentin styttri en skáldsögurnar hans Hallgríms Helgasonar.

---

150 kílóa kraftajötunn tapar fyrir lítilli stúlku í sjómann. Fyndið.
Þórhallur Gunnarsson kemst ekki út að reykja í heila klukkustund. Mjög fyndið.
Manchester United tapar fyrir Southend í fótboltaleik. Mig skortir orð.

mánudagur

Ömmi og Bingi

Ögmundur Jónasson er stjórnmálamaður sem talar í lausnum. Hann vill senda bankana og starfsmenn þeirra úr landi til að auka jöfnuð í samfélaginu. Þetta er frábær hugmynd hjá Ögmundi. En það er líka hægt að fara aðra leið að sama marki þótt Ögmundi hafi ekki dottið hún í hug. Það er hægt að flytja þá launalægstu úr landi og ná þannig fram meiri jöfnuði. Eða á bara annar hópurinn tilverurétt í fyrirheitna landinu? Svo er náttúrulega líka hægt að flytja karlmenn úr landi og útrýma þar með á einu breytti launamun kynjanna. Sama markmiði má reyndar ná með því að flytja konur úr landi en slíkur málfluttningur yrði fljótt afgreiddur sem karlremba. Fleiri lausnir, Ögmundur?

Mér finnst þetta alls ekki nógu nákvæm frásögn af debútti Björns Inga Hrafnssonar á Alþingi. Pétur hefði mátt gera grein fyrir áru varaþingmannsins þegar lestur fyrsta andsvars hófst. Og hvort skipti hann í miðju eða greiddi létt útá vinstri hlið? Gat Pétur ekki greint hvernig skóm háttvirtur Bingi var í eða gleymdist það í geðshræringunni:) Og takið eftir litla orðinu "loksins" þegar rætt er um að Jónína hafi farið í frí.