mánudagur

Kæri Páll...

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinn ég bara 12 daga í mánuði á fullum launum eins og aðrir á Ruv. Var bara að spegúlera hvort ekki væri í lagi þín vegna ef ég ynni fyrstu 12 dagana í mánuðinum og væri svo í fríi næstu 18 dagana. Núverandi fyrirkomulag gerir það nefnilega að verkum að vinnan slítur svo helvíti mikið í sundur fyrir mér fríið. Ekki er laust við að ég hafi heyrt fleiri starfsmenn Ruv taka í sama streng. Svo væri ekki úr vegi, kæri Páll, að bæta tómstundaaðstöðuna á kaffistofunni þar sem starfmenn þínir sitja löngum stundum á meðan fréttamenn annara sjónvarpstöðva styrkja grunnstoðir lýðræðisins. Kæri Páll, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.

kveðja,

Sigmar Guðmundsson

11 Comments:

Anonymous kolbeinn said...

Þetta finnst mér fyndið.

10:00 f.h.  
Anonymous hk said...

Gott hjá þér. Þetta bréf Róberts Marshall, er það næsthallærislegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hitt dæmið varðar söfnun undirskrifta vegna fjölmiðlafrumvarpsins á meðan hann var formaður BÍ. Og svo hlýtur setningin "þú ræður þessu á endanum. Það vita allir" að fara á spjöld sögunnar. Annars skil ég ekki hvað meint vinnuskylda starfsmanna RUV kemur málinu við.

10:28 f.h.  
Blogger Kristín Alma said...

BWAHAHAHAHAHA!!!

Þú átt þína spretti gamli.

11:39 f.h.  
Blogger Hallgrímur said...

Góður!! Held að þetta sé besta svarið frá fulltrúa starfsmanna RÚV sem hægt er að gefa.

2:18 e.h.  
Blogger Ragga Rokkar said...

Hahhaha !!!!!!!!!!!

3:15 e.h.  
Blogger Sandra said...

stórkostlegt...

5:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vildi bara minna á stórkostlega frammistöðu Róberts sem afleysingabrekkusöngvara Árna"uppreista"Johnsens. Það toppar ferill þessa sómadrengs.

5:22 e.h.  
Anonymous Vælan said...

HAHAHA góður!! þetta var nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég las þetta.. nema það var kannski meira svona WUT!! the F***!!!

Ömurlegt og hálffalið cheapshot á fréttastofu sem ber höfuð og herðar yfir þessa kjána þarna í Skaf(p)tahlíðinni.. er þetta ekki bara týbískt dæmi um hreinræktaða öfund?

5:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju erum við Garðar ekki undir liðnum "fjölskylda"? Við erum sár móðguð og á morgun verður þú færður úr liðnum "heklur og heklufjölskylda" yfir í flokkinn "kunningjar". Þú færð 24 klst til þess að laga þennan móral!!

The horse

7:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

9 tímar til stefnu...

10:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja, sennilega svo pad er

10:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home